-
‚Það sem opinberað er tilheyrir okkur‘Varðturninn – 1986 | 1. september
-
-
Opinberaðir leyndardómar Jehóva
3. Hvað opinberaði Jehóva Adam og Evu um tilgang sinn?
3 Til allrar hamingju hefur Jehóva opinberað mönnum þekkingu af miklu örlæti. Allt frá sköpuninni hefur Guð skref fyrir skref veitt dýrkendum sínum allar þær upplýsingar sem þeir hafa þurft við hinar margvíslegustu aðstæður. (Orðskviðirnir 11:9; Prédikarinn 7:12) Hann sagði í byrjun að jörðin og dýraríki hennar ætti að vera undirgefið Adam og Evu og afkomendum þeirra. (1. Mósebók 1:28, 29) En Satan tókst að koma Adam og Evu til að syndga og vandséð varð hvernig tilgangur Guðs gæti náð fram að ganga, honum til dýrðar. En Jehóva lét ekki standa á því að veita mönnum vitneskju um hvernig það yrði. Hann opinberaði að í fyllingu tímans myndi koma fram réttlátt afkvæmi eða ‚sæði‘ sem myndi ónýta verk Satans og fylgjenda hans. — 1. Mósebók 3:15.
4, 5. Hvað opinberaði Jehóva auk þess og fyrir milligöngu hverra?
4 Guðhræddir karlar og konur hljóta að hafa haft fjölmargar spurningar viðvíkjandi þessu sæði. Hver myndi það verða? Hvenær myndi það koma? Hvernig myndi það verða mannkyninu til blessunar? Eftir því sem aldir liðu veitti Jehóva ítarlegri vitneskju um tilgang sinn, og að lokum svaraði hann öllum þessum spurningum. Fyrir flóðið innblés hann Enok að spá um hina komandi eyðingu sæðis Satans. (Júdasarbréfið 14, 15) Um 2400 árum fyrir okkar tímatal opinberaði hann Nóa að líf og blóð manna væri heilagt — sannleika sem hafa myndi veigamikla þýðingu þegar hið fyrirheitna sæði kæmi. — 1. Mósebók 9:1-7.
5 Eftir daga Nóa opinberaði Jehóva mikilvæga vitneskju í gegnum aðra trúfasta ættfeður. Á 20. öld f.o.t. fékk Abraham að vita að einn afkomenda hans yrði hið fyrirheitna sæði. (1. Mósebók 22:15-18) Þetta dýrmæta fyrirheit var endurtekið við son Abrahams, Ísak, og sonarson hans Jakob (síðar nefndur Ísrael). (1. Mósebók 26:3-5; 28:13-15) Fyrir milligöngu Jakobs opinberaði Jehóva síðan að þetta sæði, „Síló,“ yrði voldugur valdhafi af ættkvísl Júda, sonar hans. — 1. Mósebók 49:8-10.
-
-
‚Það sem opinberað er tilheyrir okkur‘Varðturninn – 1986 | 1. september
-
-
7, 8. (a) Hvað opinberaði Jehóva þar að auki viðvíkjandi hinu komandi sæði? (b) Hvernig geymdist ‚það sem opinberað er‘ og hver opinberaði réttan skilning á slíku?
7 Þegar tímar liðu opinberaði Jehóva margt fleira um sæðið. Hann notaði sálmaritarann til að opinbera að þjóðirnar myndu hafna þessu sæði en að það myndi sigra með hjálp Jehóva. (Sálmur 2:1-12) Í gegnum Jesaja opinberaði hann að sæðið yrði „friðarhöfðingi“ en einnig að það myndi líða fyrir syndir annarra. (Jesaja 9:6; 53:3-12) Á 8. öld f.o.t. opinberaði Jehóva meira að segja hvar sæðið myndi fæðast og á 6. öld f.o.t. tímaáætlun þjónustu þess. — Míka 5:2; Daníel 9:24-27.
-
-
‚Það sem opinberað er tilheyrir okkur‘Varðturninn – 1986 | 1. september
-
-
11, 12. Nefnið sumar af þeim opinberunum sem miðlað var eftir þessari nýju boðleið.
11 Þungamiðja þessara nýju ‚leyndardóma‘ var sú að Jesús Kristur, hið fyrirheitna sæði, var komið fram. (Galatabréfið 3:16) Jesús var „Síló,“ hann sem hafði réttinn til að ríkja yfir mannkyninu, og Jehóva skipaði hann konung þess ríkis sem á sínum tíma skyldi endurreisa paradís á jörðinni. (Jesaja 11:1-9; Lúkas 1:31-33) Jesús var líka útnefndur æðsti prestur Jehóva og gaf hið lýtalausa, fullkomna líf sitt sem lausnargjald fyrir mannkynið — stórkostleg heimfærsla meginreglunnar um heilagleika blóðsins. (Hebreabréfið 7:26; 9:26) Þaðan í frá höfðu trúaðir menn von um að endurheimta hið fullkomna mannslíf sem Adam hafði glatað. — 1. Jóhannesarbréf 2:1, 2.
12 Þetta fyrirheitna sæði var líka milligöngumaður um nýjan sáttmála milli fylgjenda sinna og síns himneska föður í stað gamla lagasáttmálans. (Hebreabréfið 8:10-13; 9:15) Á grundvelli þessa nýja sáttmála kom hinn nýstofnaði kristni söfnuður í stað Ísraelsþjóðarinnar að holdinu, andlegir „niðjar Abrahams“ ásamt Jesú, og ráðsmenn ‚þess sem opinberað er.‘ (Galatabréfið 3:29; 6:16; 1. Pétursbréf 2:9) Enn fremur var mönnum af öðrum þjóðum boðið að verða hluti hins nýja, andlega Ísraels — hlutur sem Gyðingum þótti óhugsandi! (Rómverjabréfið 2:28, 29) Andlegum Ísraelsmönnum, bæði Gyðingum og af öðrum þjóðum, var boðið að gera menn að lærisveinum Jesú út um allan heim. (Matteus 28:19, 20) „Það, sem opinberað er,“ tók þannig á sig alþjóðlegt yfirbragð.
-