-
Forn sköpunarsaga — er hún trúverðug?Er til skapari sem er annt um okkur?
-
-
Annar og þriðji „dagurinn“
Áður en skaparinn lét þurrlendi birtast á þriðja „sköpunardeginum“ lét hann hluta af vatninu á yfirborði jarðar stíga upp og mynda nokkurs konar vatnsgufuteppi sem umlukti jörðina.c Hin forna frásaga lýsir ekki hvernig farið var að þessu enda ekki þörf á því. Í stað þess beinir Biblían athyglinni að víðáttunni (kölluð „festing“ í sumum þýðingum) milli vatnsins uppi yfir jörðinni og yfirborðsvatnsins. Hún kallar hana himin. Enn í dag er þetta orð notað yfir andrúmsloftið þar sem fuglar og flugvélar fljúga. Með tímanum fyllti Guð þennan andrúmsloftshimin með lífsnauðsynlegri blöndu lofttegunda.
-
-
Forn sköpunarsaga — er hún trúverðug?Er til skapari sem er annt um okkur?
-
-
c Skaparinn gæti hafa beitt náttúruöflunum til að lyfta þessu vatni og halda því á lofti. Vatnið féll síðan til jarðar á dögum Nóa. (1. Mósebók 1:6-8; 2. Pétursbréf 2:5; 3:5, 6) Sá sögulegi atburður grópaðist í minni þess fólks sem lifði flóðið af og afkomenda þess, eins og mannfræðingar geta staðfest. Arfsagnir af flóðum, sem varðveist hafa hjá þjóðum um víða veröld, endurspegla þennan atburð.
-