Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • bm kafli 2 bls. 5
  • Paradísin glatast

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Paradísin glatast
  • Biblían — hver er boðskapur hennar?
  • Svipað efni
  • Hvernig var lífið í paradís?
    Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu
  • Andaverur eru æðri en við
    Lærum af kennaranum mikla
  • Adam og Eva voru óhlýðin Guði
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Hver var fyrsta syndin?
    Vaknið! – 2006
Sjá meira
Biblían — hver er boðskapur hennar?
bm kafli 2 bls. 5
Eva snertir forboðna ávöxtinn.

2. KAFLI

Paradísin glatast

Engill gerir uppreisn og fær fyrstu hjónin, þau Adam og Evu, til að hafna yfirráðum Guðs með þeim afleiðingum að synd og dauði halda innreið sína.

LÖNGU áður en Guð skapaði mennina skapaði hann fjölda ósýnilegra andavera, engla. Einn af englunum gerði uppreisn og var síðar nefndur Satan djöfullinn. Hann reyndi með slægð að freista Evu til að borða ávöxt eina trésins sem Guð hafði sagt að ekki mætti snerta.

Satan talaði gegnum höggorm og gaf í skyn að Guð meinaði konunni og manni hennar um viss gæði. Hann sagði Evu að þau hjónin myndu ekki deyja þó að þau borðuðu forboðna ávöxtinn. Þannig sakaði hann Guð um að ljúga að börnum sínum á jörð. Freistarinn lét í veðri vaka að það væri eftirsóknarvert að óhlýðnast Guði og hefði frelsi og þekkingu í för með sér. En það var hrein lygi — fyrsta lygin á jörð. Málið snerist í rauninni um drottinvald Guðs — um það hvort hann hefði rétt til að stjórna og hvort hann stjórnaði með réttlæti og bæri hag þegna sinna fyrir brjósti.

Eva trúði lyginni. Hún fór að girnast ávöxt trésins og lét að lokum freistast til að borða af honum. Síðar gaf hún manninum sínum og hann borðaði líka. Þar með urðu þau syndarar. Þessi verknaður, sem virtist einfaldur, var raunar uppreisn gegn Guði. Með því að ákveða að óhlýðnast fyrirmælum Guðs höfnuðu Adam og Eva yfirráðum skaparans sem hafði gefið þeim allt, þar á meðal líf og fullkomleika.

Niðjinn ‚skal merja höfuð þitt og þú skalt höggva hann í hælinn‘. — 1. Mósebók 3:⁠15.

Guð lét uppreisnarseggina svara til saka. Hann lofaði að senda frelsara sem er kallaður niðjinn og þessi frelsari myndi útrýma Satan sem er nefndur höggormurinn. Guð frestaði um tíma að fullnægja dauðadóminum yfir Adam og Evu og miskunnaði þannig ófæddum afkomendum þeirra. Þeir áttu sér von vegna frelsarans sem Guð ætlaði að senda til að gera að engu hörmulegar afleiðingar uppreisnarinnar í Eden. Eftir því sem ritun Biblíunnar miðaði fram var opinberað smám saman hver þessi frelsari væri og hvernig hann myndi sjá til þess að vilji Guðs næði fram að ganga.

Guð rak Adam og Evu úr paradís. Nú þurftu þau að vinna baki brotnu til að draga fram lífið og yrkja jörðina fyrir utan Eden. Eva varð ófrísk og ól Kain, fyrsta barn sitt. Hjónin eignuðust síðan fleiri syni og dætur, þeirra á meðal Abel og Set sem var forfaðir Nóa.

— Byggt á 1. Mósebók 3. til 5. kafla og Opinberunarbókinni 12:⁠9.

  • Hver var fyrsta lygin og hver sagði hana?

  • Hvernig glötuðu Adam og Eva paradísinni?

  • Hvernig veitti Guð afkomendum Adams og Evu von þegar hann lét uppreisnarseggina svara til saka?

ÓFULLKOMLEIKI OG DAUÐI

Guð skapaði Adam og Evu fullkomin. Þau áttu í vændum að lifa að eilífu í paradís. Þau syndguðu þegar þau gerðu uppreisn gegn Guði. Þar með glötuðu þau fullkomleikanum og slitu á tengslin við uppsprettu lífsins, Jehóva. Þaðan í frá var óhjákvæmilegt að þau og ófullkomnir afkomendur þeirra syndguðu og dæju að lokum. — Rómverjabréfið 5:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila