-
Brúðkaup sem er milljónum núlifandi manna til gagnsVarðturninn – 1989 | 1. nóvember
-
-
10, 11. (a) Á hvaða undraverðan hátt var bæn Elíesers svarað? (b) Hvernig sýndi Rebekka sína góðu eiginleika? (c) Hvernig brást Elíeser við?
10 Áður en Elíeser hafði lokið bæn sinni var henni svarað, því að frásagan segir: „Þá kom Rebekka . . . en stúlkan var einkar fríð sýnum, mey, og enginn maður hafði kennt hennar. Hún gekk niður að lindinni, fyllti skjólu sína og gekk aftur upp frá lindinni. Þá hljóp þjónninn móti henni og mælti: ‚Gef mér vatnssopa að drekka úr skjólu þinni.‘ Og hún svaraði: ‚Drekk, herra minn!‘ Og hún tók jafnskjótt skjóluna niður af öxlinni í hönd sér og gaf honum að drekka. Og er hún hafði gefið honum að drekka, mælti hún: ‚Líka skal ég ausa vatn úlföldum þínum, uns þeir hafa drukkið nægju sína.‘ Og hún flýtti sér og steypti úr skjólu sinni í vatnsstokkinn, og hljóp svo aftur að brunninum að ausa vatn. Og hún jós vatn öllum úlföldum hans.“ — 1. Mósebók 24:15-20.
-
-
Brúðkaup sem er milljónum núlifandi manna til gagnsVarðturninn – 1989 | 1. nóvember
-
-
17. (a) Hvað tákna úlfaldarnir tíu? (b) Hvaða viðhorf ber okkur að hafa til Biblíunnar og þess biblíulega lesefnis sem brúðarhópurinn lætur í té? (Postulasagan 17:11)
17 Brúðarhópurinn metur mikils það sem úlfaldarnir tíu tákna. Talan tíu er notuð í Biblíunni til tákns um fullkomleika eða algerleika þess sem á jörðu er. Hægt er að líkja úlföldunum tíu við hið heila og fullkomna orð Guðs sem veitir brúðarhópnum andlega fæðu og andlegar gjafir. (Jóhannes 17:17; Efesusbréfið 1:13, 14; 1. Jóhannesarbréf 2:5) Í Varðturninum þann 1. nóvember 1948 er það að Rebekka skyldi brynna úlföldunum heimfært þannig á brúðarhópinn: „Þeir ígrunda í kærleika orð Guðs sem færir þeim mikið af anda hans. Þeir hafa áhuga á skráðu orði hans, bera það fram og gera það ferskt með því að þjóna því og sýna einlægan áhuga á boðskap þess og tilgangi, og þeir leitast við að trúa því.“ Sem dæmi um þetta hafa leifar brúðarhópsins í kærleika sínum veitt milljónum manna aðgang að hinni fersku, nútímalegu Nyheimsþýðingu heilagrar Ritningar. Þótt þessi ágæta þýðing sé ef til vill ekki fáanleg á móðurmáli þínu getur þú sýnt að þú kunnir að meta Biblíuna með því að nema hana reglulega með hjálp þeirra námsgagna sem brúðarhópurinn lætur í té. — 2. Tímóteusarbréf 3:16.
-