Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Brúðkaup sem er milljónum núlifandi manna til gagns
    Varðturninn – 1989 | 1. nóvember
    • 13. Hvernig var það staðfest að Jehóva hafði valið rétt?

      13 Hvernig leit Rebekka á þau sérréttindi að vera valin af Guði sem brúður Ísaks? Það sýndi sig strax næsta dag hvaða tilfinningar bærðust með henni innst inni. Elíeser hafði nú lokið erindi sínu og vildi snúa tafarlaust heim aftur til húsbónda síns. En fjölskylda Rebekku vildi að brúðurin dveldi hjá þeim í að minnsta kosti tíu daga. Það var því lagt fyrir Rebekku að ákveða hvort hún væri reiðubúin að fara þegar í stað. „Ég vil fara,“ svaraði hún. Það bar vitni um sterka trú á handleiðslu Jehóva að hún skyldi fallast á að yfirgefa fjölskyldu sína þegar í stað og fara til fjarlægs lands til að giftast manni sem hún hafði aldrei séð. Það staðfesti að rétta konan hafði verið valin. — 1. Mósebók 24:54-58.

  • Brúðkaup sem er milljónum núlifandi manna til gagns
    Varðturninn – 1989 | 1. nóvember
    • 15. (a) Hvaða gott fordæmi eru Elíeser, Rebekka og þernur hennar? (b) Fyrir hvað er þessi frásaga spádómleg?

      15 Elíeser, Rebekka og þernur hennar treystu fyllilega á handleiðslu Jehóva og eru gott fordæmi kristnum nútímamönnum! (Orðskviðirnir 3:5, 6) Auk þess er frásagan trústyrkjandi, spádómlegur sjónleikur. Eins og við höfum séð táknar Abraham Jehóva Guð sem fórnaði ástkærum syni sínum, hinum meiri Ísak, til að syndugir menn gætu öðlast eilíft líf. (Jóhannes 3:16) Undirbúningurinn fyrir brúðkaup Ísaks átti sér stað allnokkru eftir að honum hafði verið þyrmt á fórnaraltarinu. Það táknaði undirbúninginn undir hið himneska brúðkaup sem hófst fyrir alvöru eftir upprisu Jesú.

      Brúðkaup hins meiri Ísaks

      16. (a) Hvernig er þjónn Abrahams góð táknmynd heilags anda Guðs? (b) Hvaða spurninga má spyrja varðandi andann og brúðina?

      16 Nafnið Elíeser merkir „Guð minn er hjálpari.“ Bæði með nafni sínu og verkum er hann viðeigandi tákn heilags anda sem hinn meiri Abraham, Jehóva Guð, sendi til fjarlægs lands, til jarðar, til að velja sæmandi brúði handa hinum meiri Ísak, Jesú Kristi. (Jóhannes 14:26; 15:26) Brúðarhópurinn er ‚söfnuðurinn‘ myndaður af lærisveinum Jesú sem eru getnir með heilögum anda sem andasynir Guðs. (Efesusbréfið 5:25-27; Rómverjabréfið 8:15-17) Líkt og Rebekka fékk dýrar gjafir, eins fengu fyrstu meðlimir kristna safnaðarins á hvítasunnunni árið 33 undraverðar gjafir til tákns um himneska köllun sína. (Postulasagan 2:1-4) Líkt og Rebekka hafa þeir fúslega sagt skilið við öll veraldleg og holdleg sambönd til að geta um síðir sameinast himneskum brúðguma sínum. Frá þeim tíma er hinir einstöku meðlimir brúðarhópsins eru kallaðir fram til dauða þeirra, verða þeir að gæta andlegs meydóms síns á leið sinni um hinn hættulega og lokkandi heim Satans. (Jóhannes 15:18, 19; 2. Korintubréf 11:13; Jakobsbréfið 4:4) Fylltur heilögum anda býður brúðarhópurinn öðrum að eignast hlutdeild í hjálpræðisráðstöfun Jehóva. (Opinberunarbókin 22:17) Fylgir þú fordæmi brúðarinnar með því að fylgja einnig leiðsögn andans?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila