-
„Jehóva er ... máttugur mjög“Nálgastu Jehóva
-
-
15. Til hvers beitir Jehóva mætti sínum í þágu þjóna sinna og hvernig birtist það gagnvart Elía?
15 Jehóva notar líka mátt sinn til hagsbóta fyrir okkur hvert og eitt. Sjáðu hvað segir í 2. Kroníkubók 16:9: „Augu Jehóva skima um alla jörðina til að hann geti beitt mætti sínum í þágu þeirra sem eru heils hugar við hann.“ Lífsreynsla Elía, sem nefnd var í byrjun kaflans, er dæmi um það. Af hverju sýndi Jehóva honum mátt sinn með þessum mikilfenglega hætti? Hin grimma Jesebel drottning hafði strengt þess heit að taka Elía af lífi. Spámaðurinn átti fótum sínum fjör að launa. Hann var á flótta, einmana, hræddur og kjarklítill – rétt eins og allt erfiði hans hefði verið til einskis. Jehóva hughreysti þennan mædda mann með því að minna hann á mátt sinn með áhrifamiklum hætti. Stormurinn, jarðskjálftinn og eldurinn sýndu Elía fram á að voldugasta persóna alheims væri með honum. Ekki þurfti hann að óttast Jesebel fyrst alvaldur Guð studdi við bakið á honum. – 1. Konungabók 19:1–12.b
-
-
„Jehóva er ... máttugur mjög“Nálgastu Jehóva
-
-
b Biblían segir að ‚Jehóva hafi ekki verið í storminum, jarðskjálftanum eða eldinum‘. Þjónar Jehóva leita hans ekki í náttúruöflunum, líkt og dýrkendur ímyndaðra náttúruguða. Hann er margfalt meiri en svo að hann rúmist í nokkru sköpunarverki sínu. – 1. Konungabók 8:27.
-