-
Megi Jehóva muna okkur það til góðsVarðturninn – 1996 | 1. nóvember
-
-
„Mundu mér . . . þetta, Guð minn . . . Mundu mér það, Guð minn, til góðs.“ — NEHEMÍABÓK 13:22, 31.
-
-
Megi Jehóva muna okkur það til góðsVarðturninn – 1996 | 1. nóvember
-
-
2. (a) Á hvaða vegu stóð Nehemía Guði reikning með sóma? (b) Með hvaða bæn lauk Nehemía biblíubókinni sem við hann er kennd?
2 Nehemía, byrlari Artaxerxesar (Longimanus) Persakonungs, var maður sem stóð Guði reikning með sóma. (Nehemíabók 2:1) Nehemía varð landstjóri Gyðinga og endurreisti múra Jerúsalem andspænis mikilli andstöðu og hættum. Með brennandi áhuga á sannri tilbeiðslu framfylgdi hann lögmáli Guðs og sýndi undirokuðum umhyggju. (Nehemíabók 5:14-19) Hann hvatti levítana til að hreinsa sig reglulega, gæta borgarhliðanna og helga hvíldardaginn. Hann gat því beðið: „Mundu mér og þetta, Guð minn, og þyrm mér af mikilli miskunn þinni.“ Hann lauk guðinnblásinni bók sinni líka á viðeigandi hátt með bæninni: „Mundu mér það, Guð minn, til góðs.“ — Nehemíabók 13:22, 31.
-