Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 83
  • Hefur einhver séð Guð?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hefur einhver séð Guð?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hvernig er hægt að „sjá“ Guð núna?
  • Sáu ekki Móse, Abraham og aðrir Guð?
  • Lærum að þekkja vegi Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • „Göngum í trú, ekki því sem við sjáum“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Englar og áhrif þeirra á okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Englar
    Vaknið! – 2017
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 83
Maður horfir upp til himins.

Hefur einhver séð Guð?

Svar Biblíunnar

Enginn maður hefur bókstaflega séð Guð. (2. Mósebók 33:20; Jóhannes 1:18; 1. Jóhannesarbréf 4:12) Biblían segir að ‚Guð sé andi‘ lífsform sem er ósýnilegt augum manna. – Jóhannes 4:24; 1. Tímóteusarbréf 1:17.

Englar geta hins vegar séð Guð af því að þeir eru andaverur. (Matteus 18:10) Auk þess munu sumir sem deyja verða reistir upp til lífs á himnum og hafa andalíkama og þá munu þeir geta séð Guð. – Filippíbréfið 3:20, 21; 1. Jóhannesarbréf 3:2.

Hvernig er hægt að „sjá“ Guð núna?

Biblían notar oft hugtakið að sjá á táknrænan hátt um það að öðlast skilning. (Jesaja 6:10; Jeremía 5:21; Jóhannes 9:39–41) Í þessari merkingu getur maður séð Guð núna með „sjón hjartans“ með því að hafa trú og þekkingu á honum og kunna að meta eiginleika hans. (Efesusbréfið 1:18) Biblían lýsir þeim skrefum sem þarf að stíga til að eignast þess konar trú.

  • Kynnstu eiginleikum Guðs, eins og kærleika hans og örlæti sem og visku hans og mætti, sem sjást í sköpunarverkinu. (Rómverjabréfið 1:20) Þegar Job hafði verið minntur á sköpunarverk Guðs var eins og þessi trúfasti maður hefði séð Guð með eigin augum. – Jobsbók 42:5.

  • Kynnstu Guði með því að rannsaka Biblíuna. Biblían fullvissar okkur um að „ef þú leitar [Guðs] lætur hann þig finna sig“. – 1. Kroníkubók 28:9; Sálmur 119:2; Jóhannes 17:3.

  • Kynnstu Guði í gegnum líf Jesú. Jesús endurspeglaði persónuleika föður síns, Jehóva Guðs, fullkomlega og hann gat því sagt með réttu: „Sá sem hefur séð mig hefur líka séð föðurinn.“ – Jóhannes 14:9.

  • Lifðu þannig að það gleðji Guð og þá muntu sjá hvernig hann kemur þér til hjálpar. Jesús sagði: „Hinir hjartahreinu eru hamingjusamir því að þeir munu sjá Guð.“ Eins og minnst var á að ofan munu sumir sem eru Guði þóknanlegir verða reistir upp til himna og þeir sjá Guð þar.– Matteus 5:8; Sálmur 11:7.

Sáu ekki Móse, Abraham og aðrir Guð?

Í frásögum Biblíunnar þar sem það gæti litið út fyrir að menn hafi bókstaflega séð Guð sést af samhenginu að hann notaði engil sem fulltrúa sinn eða birtist þeim í sýn.

Englar.

Forðum daga sendi Guð engla sem fulltrúa sína og þeir birtust mönnum og töluðu í nafni hans. (Sálmur 103:20) Einu sinni talaði Guð til dæmis við Móse úr brennandi runna og Biblían segir að Móse hafi hulið „andlitið því að hann þorði ekki að líta á hinn sanna Guð“. (2. Mósebók 3:4, 6) Móse sá samt ekki Guð bókstaflega enda sýnir samhengið hann hafi í rauninni séð ‚engil Jehóva‘. – 2. Mósebók 3:2.

Þegar Biblían segir að Guð hafi talað „við Móse augliti til auglitis“ merkir það að Guð hafi talað við hann einslega. (2. Mósebók 4:10, 11; 33:11) Móse sá Guð ekki bókstaflega vegna þess að „englar miðluðu“ upplýsingunum sem hann fékk frá Guði. (Galatabréfið 3:19; Postulasagan 7:53) En trú Móse var svo sterk að Biblían segir að það hafi verið „eins og hann sæi hinn ósýnilega“. – Hebreabréfið 11:27.

Samskipti Guðs við Abraham voru lík þeim sem hann átti við Móse. Hann talaði við hann fyrir milligöngu engla. Þegar gripið er inn í frásöguna gæti virst sem Abraham hafi bókstaflega séð Guð. (1. Mósebók 18:1, 33) En samhengið sýnir að ‚mennirnir þrír‘ sem komu til Abrahams voru englar sem Guð sendi. Abraham bar kennsl á þá sem fulltrúa Guðs og talaði til þeirra eins og hann væri að tala beint við Jehóva. – 1. Mósebók 18:2, 3, 22, 32; 19:1.

Sýnir.

Guð hefur líka birst mönnum í gegnum sýnir eða með því að láta þá sjá sviðsmyndir í hugskotum sínum. Biblían segir til dæmis að Móse og aðrir Ísraelsmenn hafi séð „Guð Ísraels“ en í raun sáu þeir „hinn sanna Guð í sýn“. (2. Mósebók 24:9–11) Stundum segir Biblían líka að spámenn hafi ‚séð Jehóva‘. (Jesaja 6:1; Daníel 7:9; Amos 9:1) Í öllum þessum tilvikum sýnir samhengið að þeir fengu sýn af Guði en sáu hann ekki í raun og veru. – Jesaja 1:1; Daníel 7:2; Amos 1:1.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila