Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w15 1.9. bls. 3-4
  • Hvað gerist við dauðann?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað gerist við dauðann?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvert er ástand hinna dánu?
  • Upprisa – hverjir fá hana og hvar?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Er helja eða helvíti til? Hvað segir Biblían?
    Biblíuspurningar og svör
  • Er til staður þar sem menn kveljast að eilífu?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Dauðinn er ekki endir alls!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
w15 1.9. bls. 3-4

FORSÍÐUEFNI | LÍF EFTIR DAUÐANN – ER ÞAÐ MÖGULEGT?

Hvað gerist við dauðann?

Fullorðið fólk og börn standa við kistu í kirkjugarði.

„Ég hélt að þrennt gæti gerst við dauðann, maður færi til himna, helvítis eða í hreinsunareld. Ég vissi að ég var hvorki nógu góður til að fara til himna né nógu vondur til að fara til helvítis. Og ég var ekki alveg viss um hvað hreinsunareldurinn væri. Ég rakst aldrei á neitt um það í Biblíunni. Þetta var bara eitthvað sem fólk sagði.“ – Lionel.

„Mér var kennt að allt fólk færi til himna við dauðann en ég var samt ekki viss. Ég hélt að dauðinn væri endir alls – að engin framtíð biði hinna dánu.“ – Fernando.

Þú spyrð kannski: „Hvað gerist við dauðann? Þjást látnir ástvinir okkar einhvers staðar? Eigum við eftir að sjá þá aftur? Hvar er hægt að fá fullnægjandi svör?“ Lítum á hvað Biblían segir um málið. Fyrst skulum við skoða hvað Biblían segir um dauðann. Síðan skoðum við hvaða von orð Guðs gefur okkur.

Hvert er ástand hinna dánu?

SVAR BIBLÍUNNAR: „Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist. Allt sem hönd þín megnar að gera með kröftum þínum, gerðu það, því að í dánarheimum, þangað sem þú ferð, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“a – Prédikarinn 9:5, 10.

Dánarheimar eru einfaldlega táknrænn staður þar sem hinir dánu sofa dauðasvefni og öll starfsemi er á enda. Hvernig leit hinn trúfasti Job á dánarheima? Hann hafði misst allar eigur sínar og börn á einum degi og síðan varð hann alsettur sársaukafullum kýlum frá hvirfli til ilja. Hann sárbændi Guð: „Ó að þú vildir geyma mig í dánarheimum, fela mig.“ (Jobsbók 1:13-19; 2:7; 14:13, Biblían 1981) Job leit greinilega ekki á dánarheima sem logandi víti, stað sem myndi auka enn meir á þjáningar hans. Hann trúði að í dánarheimum fengi hann hvíld frá þjáningum sínum.

Við getum líka lært um ástand hinna dánu með því að skoða frásögur úr innblásnu orði Guðs af átta einstaklingum sem fengu upprisu frá dauðum. – Sjá rammann „Frásögur Biblíunnar af upprisu átta einstaklinga“.

Enginn þessara átta, sem voru reistir upp til lífs, töluðu um að hafa verið á stað kvala eða alsælu. Hefðu þeir ekki sagt öðrum frá því ef þeir hefðu farið á slíkan stað þegar þeir dóu? Og stæði það ekki í frásögum Biblíunnar þannig að fólk gæti lesið um það? Í Biblíunni er hvergi minnst á neitt slíkt. Þessir átta einstaklingar höfðu greinilega ekki frá neinu slíku að segja. Af hverju ekki? Af því að þeir voru án meðvitundar, líkt og þeir svæfu djúpum svefni. Í Biblíunni er ástandi hinna dánu reyndar stundum líkt við svefn. Sem dæmi segir að Davíð og Stefán, sem báðir voru trúfastir menn, hafi ,sofnað‘ dauðasvefni. – Postulasagan 7:60; 13:36.

En hvaða von hafa þeir sem deyja? Geta þeir vaknað af dauðasvefninum?

a Hebreska orðið „séol“ og gríska orðið „hades“ í frumtexta Biblíunnar merkja sameiginlega gröf þeirra sem látnir eru. Þau eru oftast þýdd „hel“ í íslensku biblíunni en nokkrum sinnum „dánarheimar“ og „undirheimar“. Hugmyndin um logandi kvalastað fyrir hina dánu er ekki í samræmi við Biblíuna.

FRÁSÖGUR BIBLÍUNNAR AF UPPRISU ÁTTA EINSTAKLINGAb

Sonur ekkju. Spámaðurinn Elía reisti til lífs ungan son ekkju nokkurrar sem bjó í borginni Sarefta í norðurhluta Ísraels. –  1. Konungabók 17:17-24.

Súnemskur drengur. Spámaðurinn Elísa, eftirmaður Elía, vakti dreng til lífs á ný í bænum Súnem og fékk hann foreldrum hans. –  2. Konungabók 4:32-37.

Maður í gröf. Líkama nýlega látins manns var í skyndi fleygt í gröf þar sem bein Elísa lágu. Þegar líkið snerti bein spámannsins vaknaði maðurinn aftur til lífsins. –  2. Konungabók 13:20, 21.

Sonur ekkjunnar í Nain. Jesús greip inn í líkfylgd fyrir utan borgina Nain til að vekja til lífs ungan mann og gaf hann syrgjandi móður hans. –  Lúkas 7:11-15.

Dóttir Jaírusar. Jaírus, forstöðumaður samkundunnar, sárbændi Jesú um að hjálpa veikri dóttur sinni. Jesús reisti hana til lífs stuttu eftir að hún dó. –  Lúkas 8:41, 42, 49-56.

Lasarus, náinn vinur Jesú. Lasarus hafði verið dáinn í fjóra daga þegar Jesús vakti hann til lífs á ný að viðstöddum fjölda sjónarvotta. –  Jóhannes 11:38-44.

Dorkas. Pétur postuli reisti þessa ástsælu konu til lífs en hún var þekkt fyrir góðverk sín. –  Postulasagan 9:36-42.

Evtýkus. Ungi maðurinn Evtýkus lést þegar hann féll ofan af hárri gluggasyllu. Páll postuli vakti hann aftur upp til lífs. –  Postulasagan 20:7-12.

b Mikilvægasta upprisan, upprisa Jesú Krists, var talsvert frábrugðin þessum átta upprisum eins og sjá má í næstu grein.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila