Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w99 1.5. bls. 32
  • „Að ýta úr vör í stormi“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Að ýta úr vör í stormi“
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
w99 1.5. bls. 32

„Að ýta úr vör í stormi“

FLESTUM myndi þykja bæði heimskulegt og hættulegt að ýta báti úr vör í stormi. Sumir gera það engu að síður í óeiginlegri merkingu. Hvernig þá? Enski 17. aldar rithöfundurinn Thomas Fuller lýsti því þannig: „Gerðu ekkert í ofsareiði. Þá ertu og að ýta úr vör í stormi.“

Það getur haft skelfilegar afleiðingar að gera eitthvað í hamslausri reiði. Biblían segir frá atburði sem sýnir mætavel fram á það. Dína, dóttir ættföðurins Jakobs, hafði verið svívirt. Bræður hennar, þeir Símeon og Leví, brugðust hart við og myrtu og rændu í hamslausum hefndarþorsta. Eins og við var að búast fordæmdi Jakob vonskuverk þeirra og sagði: „Þið hafið stofnað mér í ógæfu með því að gjöra mig illa þokkaðan af landsmönnum.“ — 1. Mósebók 34:25-30.

Orð Guðs, Biblían, hvetur okkur til hins gagnstæða og segir: „Lát af reiði og slepp heiftinni, ver eigi of bráður, það leiðir til ills eins.“ (Sálmur 37:8) Að fylgja þessu ráði getur afstýrt miklum glappaskotum. — Prédikarinn 10:4; sjá einnig Orðskviðina 22:24, 25.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila