Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hver er fyrirætlun Guðs með okkur?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • Kafli 25. Jörðin séð úr geimnum.

      KAFLI 25

      Hver er fyrirætlun Guðs með okkur?

      Biblían segir að menn lifi „stutta ævi, fulla af áhyggjum“. (Jobsbók 14:1) Vill Guð að líf okkar sé þannig? Ef ekki, hver er þá fyrirætlun hans með okkur? Verður hún einhvern tíma að veruleika? Skoðaðu hughreystandi svör Biblíunnar.

      1. Hvers konar líf vill Jehóva að við eigum?

      Jehóva vill að við eigum eins gott líf og mögulegt er. Þegar hann skapaði Adam og Evu setti hann þau í Edengarðinn, fallegan paradísargarð. „Guð blessaði þau og sagði við þau: ‚Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina. Leggið hana undir ykkur.‘“ (1. Mósebók 1:28) Jehóva vildi að þau eignuðust börn, gerðu alla jörðina að paradís og önnuðust dýrin. Fyrirætlun hans var að allt mannkynið nyti fullkominnar heilsu og lifði að eilífu.

      Fyrirætlun Guðs hefur ekki breyst þó að lífið sé ekki þannig núna.a (Jesaja 46:10, 11) Hann óskar þess enn þá að hlýðnir menn lifi að eilífu við fullkomnar aðstæður. – Lestu Opinberunarbókina 21:3, 4.

      2. Hvernig getum við lifað innihaldsríku lífi nú þegar?

      Jehóva skapaði okkur með andlega þörf, það er að segja löngun til að kynnast honum og tilbiðja hann. (Lestu Matteus 5:3–6.) Hann vill að við eigum hann að nánum vini, ‚göngum á öllum vegum hans, elskum hann og þjónum honum af öllu hjarta‘. (5. Mósebók 10:12; Sálmur 25:14) Ef við gerum það getum við verið hamingjusöm þrátt fyrir vandamál. Að þjóna Jehóva gefur lífinu gildi og tilgang.

      KAFAÐU DÝPRA

      Kynntu þér hve mikinn kærleika Jehóva sýndi þegar hann undirbjó jörðina fyrir okkur og hvað orð hans segir um tilgang lífsins.

      Adam og Eva horfa á fallega garðinn sem þau búa í og er fullur af gróðri og dýrum.

      3. Jehóva hefur yndislega fyrirætlun með mannkynið

      Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      MYNDBAND: Hvers vegna skapaði Guð jörðina? – útdráttur (1:41)

      • Hvers vegna skapaði Guð fallegu jörðina okkar?

      Lesið Prédikarann 3:11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvað segir þetta þér um Jehóva?

      4. Fyrirætlun Jehóva hefur ekki breyst

      Lesið Sálm 37:11, 29 og Jesaja 55:11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvernig vitum við að fyrirætlun Jehóva með okkur hefur ekki breyst?

      A. Hús í niðurníðslu. Þakið er að gefa sig, rúðurnar í gluggunum eru brotnar og garðurinn er fullur af rusli. B. Núna er búið að gera sama húsið upp. Það er fallegt og garðurinn snyrtilegur.

      Hægt er að laga hús sem er í niðurníðslu. Eins ætlar Guð að lagfæra jörðina fyrir þá sem elska hann þó að mannkynið í heild hafi farið illa með hana.

      5. Að þjóna Jehóva gefur lífinu gildi

      Það færir okkur hamingju að vita hver tilgangur lífsins er. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      MYNDBAND: Ég fann tilgang lífsins (5:03)

      • Hvernig gagnaðist það Terumi að finna tilgang lífsins?

      Lesið Prédikarann 12:13 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvað á Jehóva skilið að við gerum fyrir hann þar sem hann hefur gert svo margt fyrir okkur?

      EINHVER GÆTI SPURT: „Hver er tilgangur lífsins?“

      • Hvernig myndirðu svara því?

      SAMANTEKT

      Jehóva vill að við njótum lífsins að eilífu við fullkomnar aðstæður hér á jörðinni. Ef við þjónum honum af öllu hjarta hefur líf okkar raunverulegt gildi nú þegar.

      Upprifjun

      • Hver var upphafleg fyrirætlun Jehóva með Adam og Evu?

      • Hvernig vitum við að fyrirætlun Guðs með mannkynið hefur ekki breyst?

      • Hvernig getur líf þitt haft raunverulegt gildi?

      Markmið

      KANNAÐU

      Skoðaðu rökin fyrir því að Edengarðurinn hafi verið til.

      „Edengarðurinn – var hann til?“ (Varðturninn 1. apríl 2011)

      Lestu um hvers vegna við getum verið viss um að jörðin verði alltaf til.

      „Verður jörðinni eytt?“ (Vefgrein)

      Skoðaðu hvað Biblían segir um að finna tilgang í lífinu.

      „Hver er tilgangur lífsins?“ (Vefgrein)

      Sjáðu dæmi um mann sem taldi sig eiga allt en fann samt að eitthvað vantaði.

      Nú hefur líf mitt gildi (3:55)

      a Í næsta kafla kemstu að því hvað fór úrskeiðis.

  • Hvað er ríki Guðs?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 2. Hverjir ríkja með Jesú?

      Jesús ríkir ekki einn. Fólk „af hverjum ættflokki, tungu, kynþætti og þjóð … á að ríkja sem konungar yfir jörðinni“. (Opinberunarbókin 5:9, 10) Hversu margir munu ríkja með Kristi? Síðan Jesús kom til jarðarinnar hafa milljónir manna orðið fylgjendur hans. En það fara ekki nema 144.000 af þeim til himna til að ríkja með Jesú. (Lestu Opinberunarbókina 14:1–4.) Allir aðrir fylgjendur Krists á jörðinni verða þegnar Guðsríkis. – Sálmur 37:29.

  • Hverju mun ríki Guðs koma til leiðar?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • Hverju mun ríki Guðs koma til leiðar?

      Ríki Guðs er nú þegar við stjórn. Bráðlega gerir það miklar breytingar á jörðinni. Skoðum nokkur dæmi um það góða sem þú getur hlakkað til undir stjórn Guðsríkis.

      1. Hvernig mun ríki Guðs koma á friði og réttlæti á jörðinni?

      Jesús konungur Guðsríkis mun tortíma vondu fólki og stjórnum í stríðinu við Harmagedón. (Opinberunarbókin 16:14, 16) Þá rætist eftirfarandi loforð Biblíunnar að fullu: „Innan skamms eru vondir menn ekki lengur til.“ (Sálmur 37:10) Jesús mun nota ríkið til að tryggja frið og réttlæti um alla jörð. – Lestu Jesaja 11:4.

      2. Hvernig verður lífið þegar vilji Guðs verður gerður á jörðinni?

      Undir stjórn ríkis Guðs munu „hinir réttlátu ... erfa jörðina og búa á henni að eilífu“. (Sálmur 37:29) Ímyndaðu þér hvernig verður að búa í heimi þar sem allir eru réttlátir og allir elska Jehóva og hver annan. Enginn verður veikur og allir lifa að eilífu.

      3. Hverju mun ríki Guðs koma til leiðar eftir að hinum illu er tortímt?

      Eftir að hinum illu er tortímt mun Jesús ríkja sem konungur í 1.000 ár. Á þeim tíma munu hann og 144.000 meðstjórnendur hans hjálpa fólki á jörðinni að verða fullkomið og syndlaust. Í lok þessa tímabils verður jörðin orðin falleg paradís og allir njóta hamingju vegna þess að þeir hlýða lögum Jehóva. Síðan mun Jesús afhenda Jehóva föður sínum ríkið aftur. Nafn Jehóva verður helgað sem aldrei fyrr. (Matteus 6:9, 10) Það verður búið að sanna að Jehóva er góður stjórnandi sem er annt um þegna sína. Jehóva tortímir þá Satan, illu öndunum og hverjum þeim sem velur að rísa gegn stjórn hans. (Opinberunarbókin 20:7–10) Fullkomnu aðstæðurnar sem ríki Guðs kemur á munu vara að eilífu.

      KAFAÐU DÝPRA

      Sjáðu hvers vegna við getum treyst því að Guð noti ríki sitt til að uppfylla öll framtíðarloforð Biblíunnar.

      4. Ríki Guðs bindur enda á stjórnir manna

      „Einn maður [hefur] drottnað yfir öðrum honum til tjóns.“ (Prédikarinn 8:9) Jehóva mun nota ríki sitt til að binda enda á þetta óréttlæti.

      Lesið Daníel 2:44 og 2. Þessaloníkubréf 1:6–8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Hvernig munu Jehóva og Jesús sonur hans fara með stjórnir manna og þá sem styðja þær?

      • Hvað fullvissar þig um að það sem Jehóva og Jesús eiga eftir að gera verði réttlátt og sanngjarnt?

      Jesús ríkir yfir paradís á jörðinni sem konungur á himni.

      5. Jesús er tilvalinn konungur

      Sem konungur í ríki Guðs mun Jesús gera margt gott fyrir þegna sína á jörðinni. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvernig Jesús hefur nú þegar sýnt að hann hefur bæði löngun til að hjálpa fólki og mátt frá Guði til þess.

      MYNDBAND: Jesús sýndi hverju ríki Guðs kemur til leiðar (1:13)

      Þegar Jesús var á jörðinni gaf hann sýnishorn af því sem ríki Guðs kemur til leiðar. Hvaða loforð hlakkar þú sérstaklega til að sjá rætast? Lesið biblíuversin við þau loforð.

      ÞEGAR JESÚS VAR Á JÖRÐINNI …

      FRÁ HIMNI MUN JESÚS …

      • hafði hann stjórn á náttúruöflunum. – Markús 4:36–41.

      • leysa umhverfisvandamál jarðarinnar. – Jesaja 35:1, 2.

      • gaf hann þúsundum manna að borða með kraftaverki. – Matteus 14:17–21.

      • útrýma hungri í heiminum. – Sálmur 72:16.

      • læknaði hann marga. – Lúkas 18:35–43.

      • tryggja öllum fullkomna heilsu. – Jesaja 33:24.

      • reisti hann fólk upp frá dauðum. – Lúkas 8:49–55.

      • gera áhrif dauðans að engu. – Opinberunarbókin 21:3, 4.

      6. Það verður yndislegt að lifa undir stjórn ríkis Guðs

      Ríki Guðs mun sjá til þess að mennirnir fái að njóta þess lífs sem Jehóva ætlaði þeim í upphafi. Þeir fá eilíft líf í paradís á jörð. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvernig Jehóva vinnur með syni sínum, Jesú, til að koma fyrirætlun sinni til leiðar.

      MYNDBAND: Forsmekkur að yndislegri framtíð (4:38)

      Lesið Sálm 145:16 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvaða tilfinningar vekur það með þér að vita að Jehóva mun ‚uppfylla langanir alls sem lifir‘?

      SUMIR SEGJA: „Ef við vinnum öll saman getum við leyst vandamál heimsins.“

      • Hvaða vandamál mun ríki Guðs leysa sem stjórnir manna geta ekki leyst?

      SAMANTEKT

      Ríki Guðs mun ná markmiði sínu. Það á eftir að breyta allri jörðinni í paradís og gott fólk sem tilbiður Jehóva fær að lifa að eilífu á henni.

      Upprifjun

      • Hvernig mun ríki Guðs helga nafn Jehóva?

      • Hvers vegna getum við treyst því að ríki Guðs uppfylli loforð Biblíunnar?

      • Hvað hlakkar þú mest til að sjá ríki Guðs gera?

      Markmið

      KANNAÐU

      Lestu um hvað Harmagedón er.

      „Hvað er stríðið við Harmagedón?“ (Vefgrein)

      Kynntu þér hvað gerist á þeim tíma sem Jesús kallaði ,þrenginguna miklu‘. – Matteus 24:21.

      „Hvað er þrengingin mikla?“ (Vefgrein)

      Sjáðu hvernig fjölskyldur geta séð fyrir sér lífið í paradís.

      Sjáðu sjálfan þig fyrir þér í paradís (1:50)

      Lestu söguna „Margar spurningar sóttu á mig“ til að sjá hvernig pólitískur uppreisnarmaður fann svör við spurningum sínum.

      „Biblían breytir lífi fólks“ (Varðturninn 1. júlí 2012)

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila