-
Hver getur bjargað þeim sem hrópa á hjálp?Varðturninn – 2010 | 15. ágúst
-
-
14, 15. Hvernig vitum við að Jesús skilur mannlegar tilfinningar og „bjargar hinum snauða, sem hrópar á hjálp“?
14 Syndugt mannkyn er í aumkunarverðu ástandi og þarfnast sárlega hjálpar. En við eigum okkur von. (Lestu Sálm 72:12-14.) Jesús, hinn meiri Salómon, ber umhyggju fyrir okkur vegna þess að hann skilur ófullkomið eðli okkar. Jesús þjáðist vegna réttlætisins og Guð lét hann ganga einan síns liðs gegnum prófraunir. Slíkt var tilfinningaálagið að „sveiti hans varð eins og blóðdropar er féllu á jörðina“. (Lúk. 22:44) Síðar hrópaði hann þar sem hann hékk á kvalastaurnum: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ (Matt. 27:45, 46) Jesús reyndist trúr þrátt fyrir allar þjáningarnar og þrátt fyrir að Satan beitti öllu afli til að reyna að snúa honum gegn Jehóva Guði.
-
-
Hver getur bjargað þeim sem hrópa á hjálp?Varðturninn – 2010 | 15. ágúst
-
-
16. Af hverju gat Salómon fundið til með þegnum sínum?
16 Salómon bjó yfir ríkulegri visku og innsæi og hefur eflaust ,miskunnað sig yfir bágstadda‘. Auk þess mátti hann þola ýmsar sorgir og áföll í lífinu. Amnon, bróðir hans, nauðgaði Tamar, systur þeirra, og Absalon, bróðir hans, lét drepa Amnon vegna þessa glæps. (2. Sam. 13:1, 14, 28, 29) Absalon rændi völdum af Davíð en valdaránið fór út um þúfur og Jóab varð honum að bana. (2. Sam. 15:10, 14; 18:9, 14) Síðar reyndi Adónía, bróðir Salómons, að hrifsa til sín konungdóminn. Ef það hefði heppnast hefði Salómon eflaust verið bráður bani búinn. (1. Kon. 1:5) Af bæninni, sem hann bar fram þegar musteri Jehóva var vígt, er ljóst að hann bar skyn á mannlegar þjáningar. Hann sagði um þegna sína: „Sérhver þeirra þekkir kvöl hjarta síns og neyð . . . fyrirgef þeim. Launaðu hverjum eftir breytni hans.“ — 2. Kron. 6:29, 30.
17, 18. Hvaða sársauka þurfa sumir þjónar Guðs að takast á við og hvað hefur hjálpað þeim?
17,Kvöl hjarta okkar‘ getur stafað af einhverju sem við höfum orðið fyrir í lífinu. Maríaa er vottur Jehóva á fertugsaldri. Hún skrifar: „Ég hef fulla ástæðu til að vera hamingjusöm en fortíðin vekur oft með mér skömm og viðbjóð. Þá verð ég afar döpur og mér hættir til að gráta rétt eins og allt saman hafi gerst í gær. Djúpstæðar minningar vekja enn með mér sterka sektarkennd og mér finnst ég einskis virði.“
18 Margir af þjónum Guðs þekkja slíkar tilfinningar. Hvað getur gefið þeim styrk til að halda áfram? „Sannir vinir og trúsystkinin í söfnuðinum veita mér hamingju og gleði,“ segir María. „Ég reyni líka að einbeita mér að því sem Jehóva lofar um framtíðina, og ég treysti að angistaróp mín eigi eftir að breytast í gleðisöng.“ (Sálm. 126:5) Við þurfum að setja von okkar á soninn sem Guð sendi og hefur nú skipað stjórnanda. Sagt var um hann í spádómi: „Hann miskunnar sig yfir bágstadda og snauða og bjargar lífi hinna fátæku, frá ofbeldi og ofríki leysir hann þá því að blóð þeirra er dýrmætt í augum hans.“ (Sálm. 72:13, 14) Þetta er ákaflega hughreystandi.
-