Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Varastu vantrú
    Varðturninn – 1998 | 1. september
    • „Forherðið ekki hjörtu yðar“

      13. Hvaða viðvörun gefur Páll og hvernig heimfærir hann Sálm 95?

      13 Eftir að hafa fjallað um forréttindastöðu kristinna Hebrea varar Páll við: „Heilagur andi segir: Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar, eins og í uppreisninni á degi freistingarinnar á eyðimörkinni.“ (Hebreabréfið 3:7, 8) Páll vitnaði hér í 95. sálminn og gat því sagt: „Heilagur andi segir.“b (Sálmur 95:7, 8; 2. Mósebók 17:1-7) Ritningin er innblásin af Guði með anda hans. — 2. Tímóteusarbréf 3:16.

      14. Hvernig brugðust Ísraelsmenn við því sem Jehóva hafði gert fyrir þá og hvers vegna?

      14 Eftir frelsunina úr þrælkun í Egyptalandi veittist Ísraelsmönnum sá mikli heiður að gangast undir sáttmálasamband við Jehóva. (2. Mósebók 19:4, 5; 24:7, 8) En í stað þess að meta það sem Guð hafði gert fyrir þá sýndu þeir uppreisnarhug skömmu síðar. (4. Mósebók 13:25–14:10) Hvernig gat það gerst? Páll bendir á ástæðuna: Hjörtu þeirra höfðu forherst. En hvernig forherðast hjörtu sem eru næm og móttækileg fyrir orði Guðs? Hvað þurfum við að að gera til að hindra það?

      15. (a) Hvernig ‚heyrðist raust Guðs‘ til forna og hvernig heyrist hún nú? (b) Hvaða spurninga þurfum við að spyrja okkur varðandi ‚raust Guðs‘?

      15 Páll byrjar viðvörun sína með skilyrðissetningunni: „Ef þér heyrið raust hans.“ Guð talaði til fólks síns fyrir munn Móse og annarra spámanna. Síðan talaði hann við það fyrir munn sonar síns, Jesú Krists. (Hebreabréfið 1:1, 2) Núna höfum við allt hið innblásna orð Guðs, heilaga Biblíu. Við höfum líka ‚hinn trúa og hyggna þjón‘ sem Jesús skipaði til að miðla andlegum „mat á réttum tíma.“ (Matteus 24:45-47) Guð er því enn að tala. En hlustum við? Hvernig bregðumst við til dæmis við leiðbeiningum um klæðnað, snyrtingu eða val á skemmtiefni og tónlist? ‚Heyrum‘ við, það er að segja gefum við gaum að því sem sagt er og hlýðum því? Ef við erum vön að afsaka okkur eða móðgast þegar okkur er ráðið heilt, þá erum við að gera okkur berskjölduð fyrir þeirri lævísu hættu að hjartað forherðist.

      16. Á hvaða annan hátt geta hjörtu okkar forherst?

      16 Hjörtu okkar geta líka forherst ef við færumst undan því að gera það sem við getum og ættum að gera. (Jakobsbréfið 4:17) Þrátt fyrir allt sem Jehóva gerði fyrir Ísraelsmenn iðkuðu þeir ekki trú. Þeir gerðu uppreisn gegn Móse, kusu að trúa neikvæðri lýsingu á Kanaanlandi og neituðu að fara inn í fyrirheitna landið. (4. Mósebók 14:1-4) Jehóva úrskurðaði því að þeir skyldu eyða 40 árum í eyðimörkinni — nógu lengi til að trúlausir menn þeirrar kynslóðar dæju. Guð fékk óbeit á þeim og sagði: „Án afláts villast þeir í hjörtum sínum. Þeir þekktu ekki vegu mína. Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar.“ (Hebreabréfið 3:9-11) Getum við dregið lærdóm af þessu?

  • Varastu vantrú
    Varðturninn – 1998 | 1. september
    • 19. Hvernig gæti það haft alvarlegar afleiðingar að hlýða ekki á ráðleggingar? Lýstu með dæmi.

      19 Lærdómurinn er því þessi: Ef við höfum vanið okkur á að ‚heyra ekki raust Jehóva,‘ að sinna ekki ráðleggingum hans í Biblíunni eða frá hinum trúa og hyggna þjónshópi, þá er þess ekki langt að bíða að hjörtu okkar forherðist og verði tilfinningalaus. Segjum til dæmis að hjónaleysi gangi einum of langt í atlotum sínum hvort við annað. Hvað gerist ef þau láta eins og ekkert sé? Myndi það forða þeim frá því að endurtaka það eða auðvelda þeim að gera það? Hvað gerum við þegar þjónshópurinn minnir á að við þurfum að vera vandfýsin á tónlist, skemmtiefni og fleira slíkt? Tökum við þakklát við ráðleggingunum og gerum þær breytingar sem við þurfum? Páll hvetur okkur til að ‚vanrækja ekki safnaðarsamkomurnar.‘ (Hebreabréfið 10:24, 25) Þrátt fyrir þessi ráð eru sumir skeytingarlausir gagnvart kristnum samkomum. Þeim finnst það kannski skipta litlu máli þótt þeir missi af sumum samkomum eða sleppi jafnvel alveg að sækja aðrar.

  • Varastu vantrú
    Varðturninn – 1998 | 1. september
    • b Páll vitnar greinilega í grísku Sjötíumannaþýðinguna sem þýðir hebresku orðin „Meríba“ og „Massa“ sem „deilur“ og „prófraun.“ Sjá bls. 350 og 379 í 2. bindi handbókarinnar Innsýn í Ritninguna, gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila