Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w88 1.7. bls. 4-7
  • Biblían og siðferði unglinga

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Biblían og siðferði unglinga
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Veitið unglingum siðferðilega leiðsögn
  • Unglingum hjápað að óttast Jehóva
  • Öfgalaust viðhorf til kynlífs og hjónabands
  • Unglingum veitt „speki til sáluhjálpar“
  • Hvað um kynlíf fyrir hjónaband?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Er skírlífi eðlilegt?
    Vaknið! – 1992
  • Kynlíf fyrir hjónaband — hvers vegna ekki?
    Vaknið! – 1986
  • Er eitthvað að því að stunda kynlíf fyrir hjónaband?
    Vaknið! – 2004
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
w88 1.7. bls. 4-7

Biblían og siðferði unglinga

„Táningar virðast hafa fengið að erfðum ósköpin öll af því versta sem hægt er varðandi kynferðismál: „Kvikmyndir, tónlist, útvarp og sjónvarp færa þeim þann boðskap að kynlíf sé rómantískt, spennandi, örvandi . . . En samtímis fær ungt fólk þau skilaboð að góðar stúlkur ættu að segja nei.“ — Alan Guttmacher-stofnunin.

UNGLINGAR okkar tíma hafa vaxið upp á tímum siðferðilegrar óvissu og tvíræðni. Biblían gefur hins vegar skýrar, ótvíræðar leiðbeiningar um siðferði. Kynferðisfræðsla virðist fyrst og fremst beinast að því hvernig koma megi í veg fyrir þungun en Biblían sýnir okkur að það sem forðast beri sé kynlíf fyrir hjónaband. „Það skuluð þér vita og festa yður í minni, að enginn frillulífismaður [sem felur í sér kynlíf fyrir hjónaband] eða saurugur eða ágjarn . . . á sér arfsvon í ríki Krists og Guðs,“ segir Biblían. (Efesusbréfið 5:5) Ljóst er að kynmök eiga að fara fram aðeins milli hjóna.

Lausnin á þeim vanda að unglingsstúlkur verði barnshafandi er því ekki sú að kenna unglingum að nota getnaðarvarnir heldur veita þeim siðferðilega og andlega leiðsögn. Biblían tekur af öll tvímæli um hver á að veita hana: „Þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun [Jehóva].“ — Efesusbréfið 6:4.

Í skoðanakönnun voru unglingar beðnir að „gefa foreldrum sínum einkunn eftir því hvernig þeir stæðu sig í að veita kynferðisfræðslu. Einkunnir skyldu vera allt frá mjög ófullnægjandi til algerlega fullnægjandi. Unglingar á geljuskeiði gáfu flestir mæðrum sínum einkunnina sæmileg en feður fengu einkunnina mjög ófullnægjandi.“ Er þá raunhæft að ætlast til að foreldrar veiti börnum sínum leiðsögn í kynferðismálum?

Veitið unglingum siðferðilega leiðsögn

Í Orðskviðunum 4:1-4 hvetur Salómon unglinga: „Heyrið, synir, áminning föður yðar . . . Þegar ég var sonur í föðurhúsum, viðkvæmt einkabarn heima hjá móður minni, þá kenndi faðir minn mér og sagði við mig: ‚Hjarta þitt haldi fast orðum mínum.‘“ Ljóst er að Salómon gat rætt jafnvel um mjög persónuleg mál við föður sinn, því að í framhaldinu ræðir hann sjálfur mjög hreinskilnislega og opinskátt um ósiðsemi. — Orðskviðirnir 5:1-19.

Margir foreldrar meðal votta Jehóva eiga mjög opinskáar samræður við börnin sín og sjá af því góðan árangur. Þeir gera meira en aðeins að segja börnunum að þetta eða hitt sé bannað í siðferðismálum. Biblían hjálpar þeim að gefa börnum sínum heilbrigð rök og ástæður fyrir því að forðast lauslæti. Lítum aftur á orð Salómons. Í Orðskviðunum 5:3-5 hvetur hann unga menn til að forðast kynmök við vændiskonur. „Því að hunangsseimur drýpur af vörum lauslátrar konu, og gómur hennar er hálli en olía.“ Já, tækifærið til að eiga siðlaus mök getur virst mjög lokkandi. En Salómon aðvarar: „En að síðustu er hún beiskari en malurt, beitt eins og tvíeggjað sverð.“

Líkt og Salómon geta foreldrar rökrætt við börnin sín um áhrif og afleiðingar kynmaka. Ávöxturinn af nokkurra augnablika siðlausri skemmtun getur verið samviskubit, þungun eða samræðissjúkómur á borð við eyðni. Salómon hvetur unglinga til að ‚gefa ekki öðrum æskublóma sinn.‘ (Orðskviðirnir 5:9) Ber það ekki vott um litla sjálfsvirðingu af unglingi að gefa sig á vald einhverjum sem hefur engan áhuga á hjónabandi? Er það ekki niðurlægjandi að vera aðeins verkfæri til að fullnægja eigingjörnum fýsnum sjálfs sín eða annarra? Foreldrar geta hjálpað börnum sínum að viðurkenna þessar staðreyndir.

Salómon gaf fleiri ráð um það hvernig samskiptum við siðlausan einstakling skuli háttað: „Legg leið þína langt frá henni og kom þú ekki nálægt húsdyrum hennar.“ (Orðskviðirnir 5:8) Foreldrar geta gefið unglingum hagnýtar leiðbeiningar um það hvernig forðast megi aðstæður sem gætu leitt til siðleysis. Þeir geta hvatt þá til að hafa ekki samneyti við siðspillta einstaklinga af hinu kyninu. Og þegar þeir ná því stigi að vera tilbúnir að hafa samneyti við einhvern með hjónaband í huga má benda þeim á hagnýtar leiðir til að forðast syndsamlegt athæfi. Til dæmis gætu hjónaleysin séð svo um að einhver væri alltaf í fylgd með þeim þegar þau fara út saman. Sumum kann að þykja það gamaldags, en það er að minnsta kosti betra að gera viðeigandi varúðarráðstafanir heldur en ‚að andvarpa að lokum þá er líkami þinn og hold veslast upp, og segja: „Hversu hefi ég hatað aga . . . að ég skyldi ekki hlýða raustu kennara minna.‘“ — Orðskviðirnir 5:11-13.

Unglingum hjápað að óttast Jehóva

Að mati sumra lifa yfir tólf milljónir unglinga í Bandaríkjunum einum virku kynlífi. Jafnvel eyðnifaraldurinn hefur lítið dregið úr þessari lauslætisöldu. Vottar Jehóva reyna aftur á móti að innprenta börnum sínum langtum áhrifameiri vörn en óttann við eyðni eða þungun: heilnæman ótta við Jehóva Guð. Salómon minnir unglinga svo á í Orðskviðunum 5:21: „Því að vegir sérhvers manns blasa við [Jehóva], og allar brautir hans gjörir hann sléttar.“ Jóhann, einn af vottum Jehóva og fjögurra barna faðir, gefur þetta ráð: ‚Það er börnunum mikil hjálp að elska Jehóva og óttast á heilnæman hátt. Vertu ekki hræddur við að láta barnið þitt vita að eigingjörn verk okkar geti hryggt Jehóva.‘ — Samanber Orðskviðina 27:11.

Eigi ótti við Guð að vera unglingum áhrifarík vörn gegn siðleysi þarf Guð að vera þeim mjög raunverulegur. (Samanber Hebreabréfið 11:27.) Foreldrar geta hjálpað börnum sínum að rækta gott samband við Guð með reglulegu biblíunámi, daglegri bænagerð og frásögum úr daglega lífinu. Þegar unglingum verður ljóst að Guð lætur sér annt um þá mun það koma þeim til að forðast breytni sem myndi misþóknast honum. — 1. Pétursbréf 5:7.

Athyglisvert er að samband unglings við Guð getur líka fullnægt vissum þörfum sem margir aðrir unglingar fá ekki fullnægt. Sérfræðingar halda til dæmis fram að lauslæti sé algeng leið hjá ungu fólki til að berjast gegn vanmetakennd eða lítilli sjálfsvirðingu. Slíkar tilfinningar þurfa þó ekki að þjaka þann sem á vináttusamband við Jehóva! Slíkur unglingur getur sagt: „Guð er mér hjálpari, það er [Jehóva] er styður mig.“ — Sálmur 54:6.

Öfgalaust viðhorf til kynlífs og hjónabands

Að sjálfsögðu vilja foreldrar ekki að börnin þeirra tileinki sér tepruleg eða neikvæð viðhorf til kynmaka. Enda þótt Biblían fordæmi lauslæti og saurlifnað sýnir hún um leið fram á að kynmök geta verið fögur tjáning ástar og umhyggju — það er að segja innan vébanda hjónabands. Á ljóðrænu máli bætir Salómon við: „Uppspretta þín sé blessuð, og gleð þig yfir festarmey æsku þinnar, . . . brjóst hennar gjöri þig ætíð drukkinn, og ást hennar fjötri þig ævinlega.“ — Orðskviðirnir 5:18, 19.

Í ljósi þessa háleita viðhorfs til kynmaka er engin ástæða fyrir foreldra til að verða vandræðalegir þegar þeir ræða þau mál við börnin sín. Jóhann, sem áður er getið, segir: „Við tölum alltaf hreinskilnislega við þau, þannig að kynferðismál eru enginn leyndardómur. Við leggjum áherslu á að kynlíf sé gjöf frá skaparanum, Jehóva, sem hjón geti notið þegar þar að kemur.“ Annar faðir tveggja unglinga segir: „Við höfum rætt kynlíf opinskátt við þá allt frá unga aldri. Við höfum reynt að innprenta þeim virðulegt, háleitt viðhorf til ástar og kynlífs. Við ræðum þessi mál oft.“ Vert er að veita athygli að þessi börn hafa verið hreinlíf.

Unglingum veitt „speki til sáluhjálpar“

„Vondir menn og svikarar munu magnast í vonskunni,“ spáði Páll postuli. (2. Tímóteusarbréf 3:13) Því er við að búast að siðferðisstöðlum heimsins muni fara hnignandi. Lauslæti og þunganir meðal unglinga munu halda áfram að vera eins og plága á þjóðfélaginu.

Guðræknir foreldrar munu leita til Biblíunnar til að innprenta börnum sínum „speki til sáluhjálpar.“ (2. Tímóteusarbréf 3:15) Ef þér finnst þú sjálfur þurfa að fá fræðslu í Biblíunni er þér velkomið að hafa samband við votta Jehóva í gegnum útgefendur þessa tímarits. Þeir munu fúslega sjá um að þú fáir slíka fræðslu endurgjaldslaust. Vottar Jehóva geta líka látið þér í té rit sem ætluð eru til hjálpar ungu fólki. Má þar nefna bókina Æskuárin — notið þau vel.a Í henni eru biblíulegar upplýsingar sem hafa hjálpað þúsundum unglinga að sleppa úr siðlausum snörum heimsins.

En hvað geta stúlkur gert sem þegar hafa eignast barn utan hjónabands? Sem betur fer eru þeim ekki allar bjargir bannaðar. Guð „fyrirgefur ríkulega“ þeim sem iðrast í einlægni rangrar breytni sinnar. (Jesaja 55:7) Þótt einstæðir foreldrar eigi við marga erfiðleika að glíma getur líf þeirra orðið farsælt ef þeir fara eftir meginreglum Biblíunnar. Ung kona, sem eignaðist þrjú börn utan hjónabands áður en hún snerist til sannkristinnar trúar, hefur gert það. Hún leitast við að fylgja orði Guðs í fjölskyldu sinni. Náið samfélag við söfnuð votta Jehóva hefur veitt henni hughreystingu og stuðning. Hún segir: „Það er unaðslegt að þjóna Guði sem er svona fús til að fyrirgefa og eiga bræður og systur sem eru svona skilningsrík. Í fyrsta sinn á ævinni finnst mér ég hrein og heilbrigð, andlega og líkamlega.“

Að sjálfsögðu væri best að geta forðast þau vandamál sem eru samfara kynlífi fyrir hjónaband. Til allrar hamingju tekst þúsundum unglinga það vegna þess að þeir fylgja tímabærum ráðum Biblíunnar.

[Neðanmáls]

a Gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc. Bókin er ekki fáanleg á íslensku en efni hennar birtist að stærstum hluta í þessu tímariti á bilinu 1. september 1973 til 1. mars 1975.

[Innskot á blaðsíðu 6]

Vottar Jehóva reyna að innræta börnum sínum langtum áhrifameiri vörn en óttann við eyðni eða þungun: heilnæman ótta við Jehóva Guð.

[Mynd á blaðsíðu 5]

Foreldrar geta rætt markvisst við börnin sín um kynferðismál.

[Mynd á blaðsíðu 7]

Kristnir unglingar forðast breytni sem getur spillt sambandi þeirra við Guð.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila