Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lff kafli 41
  • Hvað segir Biblían um kynlíf?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað segir Biblían um kynlíf?
  • Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • KAFAÐU DÝPRA
  • SAMANTEKT
  • KANNAÐU
  • „Forðist saurlifnaðinn“
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Eru munnmök það sama og kynmök?
    Ungt fólk spyr
  • Hreint siðferði sjónarmið Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Hvernig get ég útskýrt afstöðu mína til kynlífs?
    Ungt fólk spyr
Sjá meira
Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
lff kafli 41
Kafli 41. Maður og kona leiðast.

KAFLI 41

Hvað segir Biblían um kynlíf?

Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa

Mörgum finnst vandræðalegt að tala um kynlíf. En þegar Biblían talar um kynlíf gerir hún það blátt áfram og á virðulegan hátt. Það sem hún segir er okkur til góðs, sem er rökrétt því að Jehóva skapaði okkur og veit þess vegna hvað er okkur fyrir bestu. Hann sýnir okkur hvernig við getum þóknast honum með því sem við gerum og hvernig við getum notið lífsins að eilífu.

1. Hvernig lítur Jehóva á kynlíf?

Kynlíf er gjöf frá Jehóva til karls og konu innan hjónabands. Það gerir hjónum ekki aðeins kleift að eignast börn heldur líka að tjá hvort öðru ást sína á eðlilegan og ánægjulegan hátt. Þess vegna segir í Biblíunni: „Gleðstu með eiginkonu æsku þinnar.“ (Orðskviðirnir 5:18, 19) Jehóva ætlast til þess að hjón séu hvort öðru trú og haldi ekki fram hjá. – Lestu Hebreabréfið 13:4.

2. Hvað er kynferðislegt siðleysi?

Biblían segir: „Þeir sem lifa kynferðislega siðlausu lífi … erfa ekki ríki Guðs.“ (1. Korintubréf 6:9, 10) Í Biblíunni er gríska orðið porneiʹa notað um kynferðislegt siðleysi. Það felur í sér (1) kynmöka utan hjónabands, (2) kynmök samkynhneigðra og (3) kynmök við dýr. Þegar við ‚höldum okkur frá kynferðislegu siðleysi‘ er það okkur til gagns og við gleðjum Jehóva. – 1. Þessaloníkubréf 4:3.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu hvernig þú getur forðast kynferðislegt siðleysi og hvaða gagn þú hefur af því að halda þér siðferðilega hreinum.

Jósef flýr frá konu Pótífars. Hún heldur á skikkju Jósefs.

3. Flýðu kynferðislegt siðleysi

Trúfastur maður að nafni Jósef lagði hart að sér til að halda sér siðferðilega hreinum. Lesið 1. Mósebók 39:1–12 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað fékk Jósef til að flýja? – Sjá 9. vers.

  • Finnst þér Jósef hafa tekið rétta ákvörðun? Hvers vegna?

Hvernig getur ungt fólk flúið kynferðislegt siðleysi líkt og Jósef? Spilið MYNDBANDIÐ.

MYNDBAND: Flýið kynferðislegt siðleysi (5:06)

Jehóva vill að við höfnum kynferðislegu siðleysi. Lesið 1. Korintubréf 6:18 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða aðstæður gætu leitt einhvern út í kynferðislegt siðleysi?

  • Hvernig geturðu flúið kynferðislegt siðleysi?

4. Þú getur staðist freistingar

Hvað getur gert manni erfitt fyrir að halda sig frá kynferðislegu siðleysi? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

MYNDBAND: Biblíulestur getur hjálpað þér að standast freistingar (3:02)

  • Hvað gerði bróðirinn í myndbandinu þegar hann áttaði sig á að það sem hann hugsaði og gerði gæti leitt til þess að hann yrði konunni sinni ótrúr?

Jafnvel þeir sem eru trúfastir Jehóva þurfa stundum að berjast við óhreinar hugsanir. Hvernig geturðu stöðvað siðlausar hugsanir? Lesið Filippíbréfið 4:8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað ættum við að hugsa um?

  • Hvernig getur biblíulestur og það að vera upptekin í þjónustu Jehóva hjálpað okkur að standast freistingar til að gera eitthvað rangt?

5. Siðferðisreglur Jehóva eru okkur til góðs

Jehóva veit hvað er okkur fyrir bestu. Hann segir okkur hvernig við getum haldið okkur siðferðilega hreinum og hvaða gagn við höfum af því. Lesið Orðskviðina 7:7–27 eða spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

MYNDBAND: Að skorta heilbrigða skynsemi (9:31)

  • Hvernig kom ungi maðurinn sér í erfiðar aðstæður? – Sjá Orðskviðina 7:8, 9.

  • Kynferðislegt siðleysi getur haft alvarlegar afleiðingar eins og kemur fram í Orðskviðunum 7:23, 26. Hvaða erfiðleikum getum við komist hjá með því að halda okkur siðferðilega hreinum?

  • Hvernig getur siðferðilegur hreinleiki stuðlað að því að við njótum lífsins að eilífu?

Sumum finnst það sem Biblían segir um samkynhneigð vera kærleikslaust. En Jehóva er Guð kærleikans og vill að allir njóti eilífs lífs. Til þess þurfum við að fylgja siðferðisreglum hans. Lesið 1. Korintubréf 6:9–11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Er líferni samkynhneigðra það eina sem er rangt í augum Guðs?

Við þurfum öll að gera einhverjar breytingar til að þóknast Guði. Er það þess virði? Lesið Sálm 19:8, 11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Finnst þér siðferðisreglur Jehóva sanngjarnar? Hvers vegna?

Myndir: 1. Óhamingjusöm ung kona situr við hliðina á kærastanum. Hún er á næturklúbbi með vinum sínum og reykir og drekkur. 2. Sama konan ræðir glöð við systur í ríkissal.

Jehóva hefur hjálpað mörgum að laga sig að siðferðisreglum hans. Hann getur líka hjálpað þér.

SUMIR SEGJA: „Það er ekkert að því að tveir einstaklingar sem elska hvor annan stundi kynlíf.“

  • Hvað myndir þú segja við því?

SAMANTEKT

Kynlíf er gjöf frá Jehóva til karls og konu innan hjónabands.

Upprifjun

  • Hvað er kynferðislegt siðleysi?

  • Hvað hjálpar okkur að forðast kynferðislegt siðleysi?

  • Hvernig er það okkur til góðs að fylgja siðferðisreglum Jehóva?

Markmið

KANNAÐU

Lestu um hvers vegna það skiptir Guð máli að par sem vill búa saman gifti sig.

„Hvað segir Biblían um óvígða sambúð?“ (Vefgrein)

Kynntu þér hvers vegna viðhorf Biblíunnar til samkynhneigðar ýtir ekki undir hatur.

„Er samkynhneigð röng?“ (Vefgrein)

Lestu um hvernig lög Guðs um kynlíf eru okkur til verndar.

„Eru munnmök það sama og kynmök?“ (Vefgrein)

Lestu frásöguna „Þeir sýndu mér virðingu“ til að sjá hvað fékk samkynhneigðan mann til að gera breytingar á lífi sínu til að þóknast Guði.

„Biblían breytir lífi fólks“ (Varðturninn 1. júlí 2011)

a Það á við um ýmsar tegundir kynmaka svo sem samfarir, munnmök, endaþarmsmök og að gæla við kynfæri einhvers annars.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila