-
Stenst verk þitt eldinn?Varðturninn – 1999 | 1. janúar
-
-
4. (a) Hvaða hlutverki gegndi Páll í kristnu byggingarstarfi? (b) Af hverju má segja að bæði Jesús og áheyrendur hans hafi skilið gildi þess að leggja góðan grunn?
4 Bygging þarf að standa á góðum grunni til að vera traust og varanleg. Páll skrifaði: „Eftir þeirri náð, sem Guð hefur veitt mér, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll.“ (1. Korintubréf 3:10) Jesús Kristur tók svipaða líkingu og talaði um hús sem stóð af sér storm af því að það var byggt á traustum grunni. (Lúkas 6:47-49) Jesús vissi mætavel hve góður grunnur skiptir miklu máli. Hann var viðstaddur þegar Jehóva festi undirstöður sjálfrar jarðarinnar.a (Orðskviðirnir 8:29-31) Áheyrendur Jesú vissu líka að traustur grunnur er mjög mikilvægur. Hús þurfti að vera reist á góðum grunni til að standast skyndiflóð og jarðskjálfta sem stundum áttu sér stað í Palestínu. En hvaða grunn eða grundvöll hafði Páll í huga?
-
-
Stenst verk þitt eldinn?Varðturninn – 1999 | 1. janúar
-
-
a „Undirstöður jarðar“ geta merkt þau náttúruöfl sem halda henni — og öllum himintunglum — á sínum stað. Auk þess er jörðin þannig gerð að hún „haggast“ aldrei eða tortímist. — Sálmur 104:5.
-