Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp21 Nr. 1 bls. 8-9
  • Hvers vegna svarar Guð ekki öllum bænum?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers vegna svarar Guð ekki öllum bænum?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
  • Svipað efni
  • Styrktu tengslin við Guð með bæninni
    Hvað kennir Biblían?
  • Hvernig bænin getur hjálpað okkur
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Hverjir eru bænheyrðir?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Bænir sem er svarað
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
wp21 Nr. 1 bls. 8-9

Hvers vegna svarar Guð ekki öllum bænum?

Himneskur faðir okkar, Jehóva Guð, hlustar fúslega á einlægar bænir okkar og þær gleðja hann. En það er sumt sem kemur í veg fyrir að hann svari bænum okkar. Hvað er það og hvað ættum við að hafa í huga þegar við biðjum? Hér eru nokkur ráð frá Biblíunni.

Hópur fólks í kirkju þylur upp bæn úr bænabók.

„Þegar þið biðjist fyrir skuluð þið ekki fara með sömu orðin aftur og aftur.“ – Matteus 6:7.

Jehóva vill ekki að við förum með bænir sem við höfum lagt á minnið eða lesum þær úr bænabók. Hann vill öllu heldur að við tölum frá hjartanu. Ímyndaðu þér hvað það væri pirrandi að heyra vin sinn segja það sama daginn út og daginn inn. Góðir vinir eru hreinskilnir og einlægir. Þegar við biðjum til Guðs með okkar eigin orðum sýnum við að við lítum á himneskan föður okkar sem vin.

Maður lítur upp á meðan hann skefur happdrættismiða.

„Þegar þið biðjið fáið þið ekki því að þið biðjið af röngu tilefni.“ – Jakobsbréfið 4:3.

Við myndum ekki gera ráð fyrir að Guð svaraði bænum okkar ef við bæðum hann um að fá að gera eða eiga eitthvað sem við vitum að hann hefur ekki velþóknun á. Myndi Jehóva til dæmis svara bæn fjárhættuspilara sem biður um heppni fyrst hann er búinn að gefa okkur skýra viðvörun um græðgi og hjátrúarfulla trú á heppni? (Jesaja 65:11; Lúkas 12:15) Það er mjög órökrétt að halda að Jehóva svari slíkum bænum. Við verðum að ganga úr skugga um að bænir okkar séu í samræmi við það sem Guð segir okkur í Biblíunni ef við viljum að hann svari þeim.

Prestur biður fyrir hópi hermanna.

„Daufheyrist maður við lögmálinu verður bæn hans andstyggð.“ – Orðskviðirnir 28:9.

Á biblíutímanum svaraði Guð ekki bænum þeirra sem höfnuðu réttlátum lögum hans. (Jesaja 1:15, 16) Og hann hefur ekki breyst. (Malakí 3:6) Ef við viljum að Guð bænheyri okkur verðum við að gera okkar besta til að lifa í samræmi við lög hans. En hvað ef við gerðum áður eitthvað sem er rangt? Þýðir það að Guð muni aldrei hlusta á okkur? Auðvitað ekki! Guð fyrirgefur okkur fúslega ef við snúum við blaðinu og leggjum okkur fram um að þóknast honum. – Postulasagan 3:19.

„Sá sem gengur fram fyrir Guð verður að trúa að hann sé til og að hann launi þeim sem leita hans í einlægni.“ – Hebreabréfið 11:6.

Kona les í Biblíunni.

Bæn er ekki bara leið til að fá útrás fyrir tilfinningar okkar þegar við erum undir álagi. Hún er leið til að sýna Guði að við trúum á hann og að við virðum hann og elskum. Lærisveinninn Jakob sagði að við þyrftum að „biðja í trú“ annars gætum við „ekki búist við að fá nokkuð frá Jehóva“. (Jakobsbréfið 1:6, 7) Til að byggja upp trú á Guð verðum við að taka okkur tíma og leggja okkur fram um að kynnast honum með því að lesa og rannsaka Biblíuna. Það hjálpar okkur að kynnast vilja hans og biðja með sannfæringu.

GEFSTU EKKI UPP!

Þó að Guð svari ekki öllum bænum hlustar hann á og svarar einlægum bænum milljóna manna. Í Biblíunni fáum við að vita hvað við þurfum að gera til að Guð hafi velþóknun á bænum okkar. Í næstu grein er sagt frá því.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila