Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Rækir þú allar skyldur þínar við Guð?
    Varðturninn – 2000 | 1. febrúar
    • 12. Hvernig myndirðu lýsa með eigin orðum því sem Salómon sagði í Prédikaranum 12:11, 12?

      12 Nóg var til af bókum á dögum Salómons þótt prenttækni nútímans væri ekki fyrir hendi. Hvernig bar að líta á slíkt lesefni? Hann sagði: „Orð spekinganna eru eins og broddar og kjarnyrðin eins og fastreknir naglar — þau eru gefin af einum hirði. Og enn fremur, sonur minn, þýðstu viðvaranir. Að taka saman margar bækur, á því er enginn endir, og mikil bókiðn þreytir líkamann.“ — Prédikarinn 12:11, 12.

  • Rækir þú allar skyldur þínar við Guð?
    Varðturninn – 2000 | 1. febrúar
    • 14. (a) Hvers konar „bókiðn“ er ekki gagnleg? (b) Að hvers konar lesefni ættum við fyrst og fremst að gefa okkur og af hverju?

      14 En hvers vegna sagði Salómon þetta um bækur? Nú, í samanburði við orð Jehóva innihalda hinar óteljandi bækur þessa heims aðeins röksemdir manna. Mikið af þeim endurspegla huga Satans djöfulsins. (2. Korintubréf 4:4) Því hefur „mikil bókiðn“ ekki varanlegt gildi ef hún beinist að veraldlegum upplýsingum. Reyndar getur stór hluti þeirra verið andlega skaðlegur. Við skulum hugleiða það sem orð Guðs segir um lífið eins og Salómon gerði. Það styrkir trú okkar og nálægir okkur Jehóva. Að gefa öðrum bókum eða fræðsluritum of mikinn gaum getur gert okkur úrvinda. Slík rit eru óheilnæm og spilla trú á Guð og tilgang hans, einkum og sér í lagi þegar þau eru afrakstur veraldlegra röksemda sem stangast á við visku Guðs. Við skulum því muna að gagnlegustu ritin á dögum Salómons og okkar eru þau sem endurspegla visku hins ‚eina hirðis,‘ Jehóva Guðs. Hann hefur látið í té 66 bækur Heilagrar ritningar og við ættum fyrst og fremst að veita þeim athygli okkar. Biblían og gagnleg rit ‚trúa þjónsins‘ gera okkur kleift að öðlast „þekking á Guði.“ — Orðskviðirnir 2:1-6.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila