Jafnvægi milli vinnu og frístunda
FRÍSTUNDIR eru falleg flík en ekki til stöðugra nota.“ Ónafngreindur höfundur lýsir gildi frístunda hnyttilega með þessum orðum. En eins og hann bendir á þarf að gæta jafnvægis milli vinnu og frístunda.
Hinn innblásni biblíuritari Salómon kom einnig inn á þetta mál. Þessi vitri konungur benti á tvennar öfgar sem nauðsynlegt er að forðast. Hann sagði: „Heimskinginn spennir greipar og etur sitt eigið hold.“ (Prédikarinn 4:5) Leti er ávísun á fátækt, og hún getur stofnað heilsu og jafnvel lífi letingjans í hættu. En sumir fórna öllu á altari vinnunnar. Salómon kallaði linnulaust strit þeirra „eftirsókn eftir vindi.“ — Prédikarinn 4:4.
Salómon hafði tilefni til að mæla með jafnvægi: „Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ (Prédikarinn 4:6) Maðurinn átti að „njóta fagnaðar af striti sínu“ með því að gefa sér tíma annað veifið til að njóta þess sem hann hafði aflað. (Prédikarinn 2:24) Og menn ættu að gefa ýmsu fleiru gaum í lífinu en vinnunni. Fjölskyldan verðskuldar að henni sé helgaður einhver tími. Salómon lagði áherslu á að meginskylda okkar sé ekki vinnan heldur þjónustan við Guð. (Prédikarinn 12:13) Hefur þú þessa öfgalausu afstöðu til vinnu?