Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Huggið lýð minn!“
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
    • 28, 29. (a) Hvernig minnir Jehóva fólk sitt á að hann komi þreyttum til hjálpar? (b) Hvaða dæmi er tekið til að sýna hvernig Jehóva styrkir þjóna sína?

      28 Jehóva heldur áfram að hvetja hina örvilnuðu útlaga: „Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa. Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga, en þeir, sem vona á [Jehóva], fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.“ — Jesaja 40:29-31.

      29 Vera kann að Jehóva sé að hugsa til hinnar erfiðu heimferðar útlaganna er hann segist veita hinum þreytta kraft. Hann minnir fólk sitt á að hann sé vanur að koma þreyttum til hjálpar sem leita ásjár hans. Jafnvel hinir þróttmestu, „ungir menn“ og „æskumenn,“ geta örmagnast og hnigið niður en Jehóva lofar að gefa þeim sem treysta honum kraft, óþreytandi kraft til að ganga og hlaupa. Örninn virðist geta svifið áreynslulaust um loftin blá klukkutímum saman, og Jehóva notar þennan sterka fugl sem dæmi til að lýsa því hvernig hann gefur þjónum sínum kraft.d Fyrst hann ætlar að styðja Gyðingana svona er engin ástæða til að örvænta.

  • „Huggið lýð minn!“
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
    • 30. Hvernig geta sannkristnir menn sótt styrk í síðustu versin í 40. kafla Jesajabókar?

      30 Lokaversin í 40. kafla Jesajabókar eru styrkjandi fyrir sannkristna menn nú á síðustu dögum þessa illa heimskerfis. Það er hughreystandi til að vita í öllu álaginu og öllum vandamálunum að erfiðleikarnir og ranglætið, sem við megum þola, fer ekki fram hjá Guði. Við getum verið viss um að skapari allra hluta, sem býr yfir ‚ómælanlegri speki,‘ leiðréttir allt ranglæti á sínum tíma og á sinn hátt. (Sálmur 147:5, 6) En við þurfum ekki að halda út í eigin krafti. Jehóva býr yfir óþrjótandi krafti og hann getur veitt þjónum sínum „ofurmagn kraftarins“ á þrengingarstund. — 2. Korintubréf 4:7.

  • „Huggið lýð minn!“
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila