-
„Þér eruð mínir vottar!“Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
11. Hvaða verkefni fær Jehóva þjóni sínum og hvað opinberar hann varðandi guðdóm sinn?
11 Falsguðirnir geta ekki leitt fram einn einasta vott, enda geta þeir ekki neitt. Vitnastúka þeirra stendur galtóm. En nú er kominn tími fyrir Jehóva til að staðfesta guðdóm sinn. Hann horfir í átt til þjóðar sinnar og segir: „En þér eruð mínir vottar . . . og minn þjónn, sem ég hefi útvalið, til þess að þér skylduð kannast við og trúa mér og skilja, að það er ég einn. Á undan mér hefir enginn guð verið búinn til, og eftir mig mun enginn verða til. Ég, ég er [Jehóva], og enginn frelsari er til nema ég. Það var ég, sem boðaði og hjálpaði og kunngjörði, en enginn annar yðar á meðal, og þér eruð vottar mínir, . . . Ég er Guð. Já, enn í dag er ég hinn sami. Enginn getur frelsað af minni hendi. Hver vill gjöra það ógjört, sem ég framkvæmi?“ — Jesaja 43:10-13.
12, 13. (a) Hvaða vitnisburð geta þjónar Jehóva gefið? (b) Hvernig hefur nafn Jehóva komið fram á sjónarsviðið á síðustu áratugum?
12 Innan skamms er vitnastúkan yfirfull af fagnandi vottum sem hafa svarað kalli Jehóva. Vitnisburður þeirra er skýr og óhrekjandi. Þeir votta hið sama og Jósúa: ‚Allt sem Jehóva hefur sagt hefur ræst. Ekkert orð hefur brugðist.‘ (Jósúabók 23:14) Orð Jesaja, Jeremía, Esekíels og annarra spámanna óma í eyrum þjóna Jehóva, en þeir boðuðu einróma útlegð Júdamanna og undraverða frelsun þeirra úr útlegðinni. (Jeremía 25:11, 12) Kýrus, frelsari Júda, var meira að segja nafngreindur löngu áður en hann fæddist! — Jesaja 44:26–45:1.
13 Hver getur neitað því að Jehóva sé hinn eini sanni Guð eftir að öll þessi sönnunargögn hafa hrannast upp? Hann á sér engan skapara, ólíkt heiðnu guðunum, og hann einn er hinn sanni Guð.a Þar af leiðandi eiga þeir sem bera nafn Jehóva þau einstæðu og hrífandi sérréttindi að segja komandi kynslóðum og öðrum, sem spyrja um hann, frá stórvirkjum hans. (Sálmur 78:5-7) Nútímavottar Jehóva fá einnig að boða nafn hans um alla jörðina. Biblíunemendurnir gerðu sér grein fyrir djúpstæðri merkingu nafnsins Jehóva á þriðja áratug tuttugustu aldar. Forseti Félagsins, Joseph F. Rutherford, lagði svo fram yfirlýsingu á móti í Columbus í Ohio í Bandaríkjunum hinn 26. júlí 1931. Yfirlýsingin hét: „Nýtt nafn,“ og í henni sagði: „Við viljum láta nefna okkur og þekkjast undir nafninu vottar Jehóva.“ Mótsgestir samþykktu yfirlýsinguna einróma. Síðan þá hefur nafn Jehóva orðið alkunnugt um allan heim. — Sálmur 83:19.
-
-
„Þér eruð mínir vottar!“Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
a Algengt er í goðafræði þjóða að guðir „fæðist“ og eignist „börn.“
-