Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Þér eruð mínir vottar!“
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
    • 11. Hvaða verkefni fær Jehóva þjóni sínum og hvað opinberar hann varðandi guðdóm sinn?

      11 Falsguðirnir geta ekki leitt fram einn einasta vott, enda geta þeir ekki neitt. Vitnastúka þeirra stendur galtóm. En nú er kominn tími fyrir Jehóva til að staðfesta guðdóm sinn. Hann horfir í átt til þjóðar sinnar og segir: „En þér eruð mínir vottar . . . og minn þjónn, sem ég hefi útvalið, til þess að þér skylduð kannast við og trúa mér og skilja, að það er ég einn. Á undan mér hefir enginn guð verið búinn til, og eftir mig mun enginn verða til. Ég, ég er [Jehóva], og enginn frelsari er til nema ég. Það var ég, sem boðaði og hjálpaði og kunngjörði, en enginn annar yðar á meðal, og þér eruð vottar mínir, . . . Ég er Guð. Já, enn í dag er ég hinn sami. Enginn getur frelsað af minni hendi. Hver vill gjöra það ógjört, sem ég framkvæmi?“ — Jesaja 43:10-13.

  • „Þér eruð mínir vottar!“
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
    • 14. Á hvað minnir Jehóva Ísraelsmenn og af hverju er áminningin tímabær?

      14 Jehóva lætur sér annt um þá sem bera nafn hans sómasamlega. Þeir eru eins og ‚sjáaldur auga hans.‘ Hann minnir Ísraelsmenn á það og rifjar upp hvernig hann frelsaði þá frá Egyptalandi og leiddi þá óhulta um eyðimörkina. (5. Mósebók 32:10, 12) Á þeim tíma var enginn ókunnur guð meðal þeirra því að þeir sáu með eigin augum hvernig guðir Egyptalands voru algerlega auðmýktir. Guðafjöld Egypta samanlögð gat hvorki verndað Egyptaland né hindrað Ísraelsmenn í að fara. (2. Mósebók 12:12) Í hinni voldugu Babýlon standa að minnsta kosti 50 falsguðamusteri en hún getur ekki heldur stöðvað hönd hins alvalda er hann frelsar fólk sitt. Ljóst er að „enginn frelsari er til“ nema Jehóva.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila