Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jehóva kennir okkur það sem er gagnlegt
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
    • 19. Hvernig höfðar Jehóva til Ísraelsmanna?

      19 Jehóva orðar mjög fallega þá löngun sína að fólk sitt forðist hvers kyns ógæfu og njóti þess að vera til: „Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum mínum, þá mundi heill þín verða sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins.“ (Jesaja 48:18) Þetta eru hlýleg tilmæli frá hinum alvalda skapara. (5. Mósebók 5:29; Sálmur 81:14) Ísraelsmenn þurfa ekki að lenda í ánauð heldur geta þeir búið við heill og frið sem streymir fram eins og stórfljót. (Sálmur 119:165) Réttlætisverk þeirra geta verið eins óteljandi og bylgjur sjávarins. (Amos 5:24) Jehóva er mjög annt um þá og hann reynir að höfða til þeirra og bendir þeim ástúðlega á veginn sem þeir eiga að ganga. Bara að þeir hlusti á hann!

  • Jehóva kennir okkur það sem er gagnlegt
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
    • 21. Hvaða blessun getum við hlotið ef við sækjumst eftir kennslu hjá Jehóva?

      21 Meginreglan í þessum sterku ritningarorðum á erindi til þeirra sem tilbiðja Jehóva nú á dögum. Jehóva er uppspretta lífsins og veit öðrum betur hvernig við eigum að nota líf okkar. (Sálmur 36:10) Hann hefur sett ákveðnar viðmiðunarreglur, ekki til að ræna okkur lífshamingjunni heldur til góðs fyrir okkur. Sannkristnir menn sækjast eftir kennslu hans. (Míka 4:2) Leiðbeiningar hans vernda andlegt hugarfar okkar og samband við hann, og þær verja okkur fyrir spillingaráhrifum Satans. Þegar við skiljum meginreglurnar að baki lögum Guðs sjáum við að hann kennir okkur það sem er gagnlegt fyrir okkur. Við gerum okkur ljóst að „boðorð hans eru ekki þung.“ Og við tortímumst ekki. — 1. Jóhannesarbréf 2:17; 5:3.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila