-
‚Fagnið ævinlega yfir því sem ég skapa‘Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
Að treysta á „heilladísina“
13, 14. Hvaða hátterni sýnir að þjóð Guðs hefur yfirgefið hann og hvernig fer þar af leiðandi fyrir henni?
13 Spádómur Jesaja beinist nú aftur að þeim sem hafa yfirgefið Jehóva og halda skurðgoðadýrkun sinni áfram. Hann segir: „Þér, sem yfirgefið [Jehóva], sem gleymið mínu heilaga fjalli, sem setjið borð fyrir heilladísina og hellið á kryddvíni fyrir örlaganornina.“ (Jesaja 65:11) Þessir spilltu Gyðingar eru farnir að dýrka skurðgoð að hætti heiðinna þjóða með því að setja mat og drykk fyrir ‚heilladísina‘ og ‚örlaganornina.‘b Hvernig fer fyrir þeim sem eru svo barnalegir að treysta á þessa guði?
-
-
‚Fagnið ævinlega yfir því sem ég skapa‘Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
15. Hvernig sinna sannkristnir menn viðvöruninni í Jesaja 65:11, 12?
15 Sannkristnir menn nú á tímum sinna viðvöruninni í Jesaja 65:11, 12. Þeir trúa ekki á „heilladísina,“ rétt eins og hún sé einhvers konar yfirnáttúrlegt afl sem geti gert þeim gott. Þeir vilja ekki sóa fjármunum sínum í það að reyna að friða hana svo að þeir forðast hvers kyns fjárhættuspil. Þeir eru sannfærðir um að áhangendur hennar tapi öllu þegar fram líða stundir því að Jehóva segist ætla slíka menn „undir sverðið.“
-
-
‚Fagnið ævinlega yfir því sem ég skapa‘Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
b Í skýringum við þetta vers segir biblíuþýðandinn Híerónýmus (fæddur á fjórðu öld) frá heiðinni siðvenju skurðgoðadýrkenda á síðasta degi síðasta mánaðar ársins. Hann skrifaði: „Þeir lögðu á borð alls konar mat og bikar af sætu víni til að tryggja að frjósemi liðins árs eða hins komanda lánaðist.“
-