Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ‚Fagnið ævinlega yfir því sem ég skapa‘
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
    • 18. Hvað verður eftir af þeim sem hafa yfirgefið Jehóva og hvað kann að vera átt við með því að nafn þeirra verði haft sem formæling?

      18 Jehóva heldur áfram að tala til þeirra sem hafa yfirgefið hann: „Þér munuð leifa mínum útvöldu nafn yðar sem formæling, en hinn alvaldi [Jehóva] mun deyða yður. En sína þjóna mun hann nefna öðru nafni. Hver sá er óskar sér blessunar í landinu, hann óski sér blessunar í nafni hins trúfasta Guðs, og hver sem eið vinnur í landinu, hann vinni eið við hinn trúfasta Guð, af því að hinar fyrri þrautir eru þá gleymdar og af því að þær eru huldar fyrir augum mínum.“ (Jesaja 65:15, 16) Ekkert verður eftir af þeim sem yfirgefa Jehóva nema nafnið og það verður aðeins notað sem formæling. Það kann að merkja að þeir sem vilja skuldbinda sig hátíðlega segi efnislega: ‚Megi ég hljóta sömu refsingu og þessir fráhvarfsmenn ef ég held ekki þetta loforð.‘ Það getur jafnvel merkt að nafn þeirra verði notað sem formælingarorð til tákns um að Guð refsi óguðlegum, líkt og nöfnin Sódóma og Gómorra.

      19. Hvað merkir það að þjónar Guðs verði nefndir öðru nafni og hvers vegna munu þeir treysta á trúfesti hans? (Sjá einnig neðanmálsgrein.)

      19 Hlutskipti þjóna Guðs er allt annað. Þeir verða nefndir öðru nafni til tákns um þá blessun og þann heiður sem þeir njóta þegar þeir koma aftur heim í ættland sitt. Þeir munu ekki leita blessunar falsguða eða sverja eið við líflaus skurðgoð, heldur óska sér blessunar og vinna eið við hinn trúfasta Guð. Þeir hafa ærna ástæðu til að treysta honum í einu og öllu því að hann hefur haldið fyrirheit sín.c Hinar fyrri þrautir eru fljótar að gleymast þegar Gyðingar eru óhultir í ættlandi sínu.

  • ‚Fagnið ævinlega yfir því sem ég skapa‘
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
    • c  Í hebreska masoretatextanum er Jehóva nefndur „amens Guð“ í Jesaja 65:16. „Amen“ merkir „verði svo“ eða „vissulega“ og er staðfesting eða trygging fyrir því að eitthvað sé satt eða rætist örugglega. Jehóva Guð framkvæmir allt sem hann lofar og sýnir þar með að allt sem hann segir er satt.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila