Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w98 1.7. bls. 32
  • Hvaða framtíð bíður jarðar?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvaða framtíð bíður jarðar?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
w98 1.7. bls. 32

Hvaða framtíð bíður jarðar?

„Engin önnur öld jafnast á við þá tuttugustu í taumlausu ofbeldi almennra borgara, í fjölda átaka, flóttamanna og milljóna sem drepnar hafa verið í stríði, og í gríðarlegum útgjöldum til ‚varnarmála,‘“ að sögn ritsins World Military and Social Expenditures 1996. Ætli þetta ástand breytist nokkurn tíma?

Pétur postuli minnti kristna menn á aldagamalt fyrirheit Guðs: „Eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.“ (2. Pétursbréf 3:13) Þessi orð tilheyrðu upphaflega spádómi Jesaja. (Jesaja 65:17; 66:22) Ísraelsmenn til forna sáu orðin uppfyllast að vissu marki þegar þeir fengu að snúa heim til fyrirheitna landsins eftir 70 ára ánauð í Babýlon. Með því að ítreka fyrirheitið um ‚nýjan himin og nýja jörð‘ benti Pétur á að spádómurinn ætti að uppfyllast í enn stærri mæli — um heim allan!

Það er vilji Guðs að koma á réttlæti um alla jörðina og það verður gert fyrir atbeina ríkis hans á himnum með Krist sem konung. „Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ (Jesaja 2:4) Jesús hvatti fylgjendur sína til að vænta þessa algera friðar og öryggis á jörðinni og biðja fyrir því í bæninni sem almennt er kölluð „Faðirvorið.“ hann sagði: „Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ — matteus 6:9, 10.

Langar þig til að lifa í heimi þar sem ríkir sama réttlæti og á himni? Það er sú von sem Biblían veitir öllum sem leitast af heilu hjarta við að þekkja Guð og lifa í samræmi við réttlátar kröfur hans.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila