Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Færð þú inngöngu í nýja heiminn?
    Varðturninn – 2000 | 1. júní
    • 14, 15. Hvaða starfa geturðu hlakkað til samkvæmt Jesaja 65:21, 22?

      14 En Jesaja fjallar ekki nánar um það hvernig þrjóskur syndari verður afmáður heldur lýsir lífsskilyrðunum í nýja heiminum. Reyndu að sjá sjálfan þig inni í myndinni. Ætli heimilið og fjölskyldan sé ekki það fyrsta sem þér dettur í hug? Jesaja fjallar um það í 21. og 22. versi: „Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta, því að aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna, og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna.“

  • Færð þú inngöngu í nýja heiminn?
    Varðturninn – 2000 | 1. júní
    • 16. Af hverju máttu búast við að nýi heimurinn uppfylli allar langanir þínar?

      16 Þó að þetta sé áhugavert skiptir meira máli að eiga eigið húsnæði. Þetta verður þitt húsnæði — ekki eins og algengt er núna þegar einn þrælar við að byggja en annar nýtur góðs af erfiði hans. Jesaja 65:21 nefnir líka að þú munir planta og eta ávöxtinn. Þetta lýsir ástandinu í hnotskurn. Þú hefur ómælt yndi af erfiði þínu og handaverki og átt langa ævi fyrir höndum — „sem aldur trjánna.“ Það hæfir svo sannarlega þeirri lýsingu að ‚allt verði nýtt.‘ — Sálmur 92:13-15.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila