„Sem aldur trjánna“
MÓSE skrifaði fyrir meira en þrjú þúsund árum: „Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi.“ — Sálmur 90:10.
Þrátt fyrir framfarir læknavísindanna hefur mannsævin ekkert lengst frá dögum Móse. En mannkynið er ekki dæmt til að búa endalaust við svo stutt æviskeið. Guð sagði í Jesajabók Biblíunnar: „Aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna, og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna.“ — Jesaja 65:22.
Olíutréð er eitthvert langlífasta tré Biblíulandanna. Tréð á myndinni er þúsund ára gamalt og eitt af mörgum slíkum sem enn dafna vel í Galíleu. Hvenær verður mannsævin svona löng? Þessi sami spádómur segir að það verði þegar Guð skapar „nýjan himin og nýja jörð.“ — Jesaja 65:17.
Opinberunarbók Biblíunnar spáir einnig tilkomu ‚nýs himins og nýrrar jarðar‘ — nýrrar himneskrar stjórnar og nýs mannfélags þar sem Guð „mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ — Opinberunarbókin 21:1, 4.
Þetta loforð Guðs rætist brátt. Þá verður ævi olíutrésins jafnvel eins og einn dagur í samanburði við mannsævina. Og við munum hafa nægan tíma til að njóta handaverka okkar til fulls.