Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Fyrirheitið um friðarhöfðingja
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
    • 15, 16. (a) Hvenær „síðar meir“ breytist ástandið í ‚Sebúlonslandi og Naftalílandi‘? (b) Hvernig var varpað frægð á landið sem áður var í vansæmd?

      15 Matteus postuli svarar því í innblásinni sögu sinni af þjónustu Jesú hér á jörð. Hann lýsir upphafinu að þjónustu hans þannig: „Hann fór frá Nasaret og settist að í Kapernaum við vatnið í byggðum Sebúlons og Naftalí. Þannig rættist það, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns: Sebúlonsland og Naftalíland við vatnið, landið handan Jórdanar, Galílea heiðingjanna. Sú þjóð, sem í myrkri sat, sá mikið ljós. Þeim er sátu í skuggalandi dauðans, er ljós upp runnið.“ — Matteus 4:13-16.

  • Fyrirheitið um friðarhöfðingja
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
    • „Mikið ljós“

      17. Hvernig skín „mikið ljós“ í Galíleu?

      17 En Matteus minntist líka á „mikið ljós“ í Galíleu. Hann vitnaði þar í spádóm Jesaja sem segir: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna, skín ljós.“ (Jesaja 9:2) Á fyrstu öld okkar tímatals voru heiðnar falskenningar farnar að skyggja mjög á sannleiksljósið. Trúarleiðtogar Gyðinga höfðu bætt gráu ofan á svart með því að halda á loft trúarlegum erfikenningum sem ‚ógiltu orð Guðs.‘ (Matteus 15:6) Auðmjúkt almúgafólk var kúgað og ráðvillt og fylgdi ‚blindum leiðtogum.‘ (Matteus 23:2-4, 16) Augu margra auðmjúkra manna opnuðust þegar Jesús Messías kom fram. (Jóhannes 1:9, 12) Starf hans á jörðinni og blessunin, sem hlaust af fórn hans, er réttilega kallað „mikið ljós“ í spádómi Jesaja. — Jóhannes 8:12.

  • Fyrirheitið um friðarhöfðingja
    Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
    • [Mynd á blaðsíðu 127]

      Jesús var ljós í landinu.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila