-
„Fallin er Babýlon“Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
8. Hvað gera Babýloníumenn eins og spáð er, þó svo að óvinirnir séu úti fyrir?
8 Babýloníumönnum er engin skelfing í hug þegar dimmir þetta örlagaríka kvöld. Jesaja boðar tveim öldum fyrir fram: „Borðin eru sett fram og ábreiðurnar breiddar á hvílubekkina, etið er og drukkið.“ (Jesaja 21:5a) Hinn hrokafulli Belsasar konungur heldur veislu. Hvílubekkir eru settir fram fyrir þúsund stórmenni hans, auk fjölda kvenna og hjákvenna. (Daníel 5:1, 2) Veislugestir vita að það er her fyrir utan borgarmúrana en trúa að borgin sé óvinnandi. Hún er umlukin gríðarlegum múrum og djúpu síki svo að það virðist ógerningur að vinna hana. Og allir guðirnir sjá til þess að það sé ekki hægt. Þess vegna er ‚etið og drukkið.‘ Belsasar er drukkinn og sennilega ekki sá eini. Höfðingjarnir eru sljóir af drykkju eins og ráða má af því að það þarf að vekja þá eins og Jesaja segir þessu næst.
9. Af hverju þarf að ‚smyrja skjölduna‘?
9 „Rísið upp, þjóðhöfðingjar! Smyrjið skjölduna!“ (Jesaja 21:5b) Veislan er skyndilega á enda og höfðingjarnir þurfa að rísa af mókinu. Hinn aldni spámaður Daníel er kallaður til og hann sér hvernig Jehóva skelfir Belsasar konung eins og Jesaja lýsir. Stórmenni konungs vita ekki sitt rjúkandi ráð þegar sameiginlegar sveitir Meda, Persa og Elamíta brjótast gegnum varnir borgarinnar. Babýlon fellur fljótt! En hvað merkir það að ‚smyrja skjöldu‘? Biblían kallar konung stundum skjöld þjóðar sinnar af því að hann er verndari hennar og landsins.b (Sálmur 89:19) Í þessu versi er Jesaja líklega að boða að þjóðina vanti nýjan konung vegna þess að Belsasar er drepinn þessa „sömu nótt.“ Þess vegna þarf að ‚smyrja skjöldinn‘ eða skipa nýjan konung. — Daníel 5:1-9, 30.
-
-
„Fallin er Babýlon“Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
b Margir biblíuskýrendur telja að orðin ‚smyrja skjöldu‘ höfði til þess forna hermannasiðar að olíubera leðurskildi fyrir bardaga svo að höggin geigi frekar. Þó svo að þessi skýring kunni að eiga rétt á sér er vert að minna á að Babýloníumenn höfðu varla tíma til að veita mótspyrnu nóttina sem borgin féll, og þaðan af síður til að smyrja skildina!
-