-
Hvernig hjálpar Jehóva okkur að halda út með gleði?Varðturninn (námsútgáfa) – 2022 | nóvember
-
-
JEHÓVA LEIÐBEINIR OKKUR
8. Hvernig rættist það sem segir í Jesaja 30:20, 21 til forna?
8 Lestu Jesaja 30:20, 21. Þegar her Babýloníumanna sat um Jerúsalem í eitt og hálft ár voru þjáningar íbúa hennar daglegt brauð. En samkvæmt versi 20 og 21 lofaði Jehóva Gyðingum að hann kæmi þeim til bjargar ef þeir iðruðust og breyttu hegðun sinni. Jesaja talaði um Jehóva sem hinn ,mikla kennara‘ og lofaði fólkinu að Jehóva myndi kenna því hvernig það ætti að tilbiðja hann á réttan hátt. Þetta gerðist þegar Gyðingar voru leystir úr ánauð. Jehóva reyndist vera hinn mikli kennari og undir leiðsögn hans endurreisti fólk hans sanna tilbeiðslu. Við njótum þeirrar blessunar að Jehóva er okkar mikli kennari.
-
-
Hvernig hjálpar Jehóva okkur að halda út með gleði?Varðturninn (námsútgáfa) – 2022 | nóvember
-
-
10. Á hvaða hátt heyrum við orð töluð ,að baki okkur‘?
10 Jesaja nefnir á hvaða annan hátt Jehóva kennir okkur. Hann segir: ,Þú heyrir með eigin eyrum talað að baki þér.‘ Jesaja lýsir Jehóva hérna sem umhyggjusömum kennara sem gengur á eftir nemendum sínum og vísar þeim veginn fram undan. Nú á dögum heyrum við rödd Guðs að baki okkur. Hvernig? Innblásin orð Guðs voru rituð í Biblíuna fyrir löngu, löngu fyrir okkar tíma. Þegar við lesum Biblíuna er rétt eins og við heyrum rödd Guðs að baki okkur. – Jes. 51:4.
11. Hvað þurfum við að gera til að halda út með gleði og hvers vegna?
11 Hvernig getum við nýtt okkur til fulls þá leiðsögn sem Jehóva sér okkur fyrir í söfnuði sínum og orði? Tökum eftir að Jesaja nefndi tvennt. Í fyrsta lagi: „Þetta er vegurinn.“ Og í öðru lagi: „Farið hann.“ (Jes. 30:21) Það er ekki nóg að þekkja veginn, við þurfum líka að fara hann. Við lærum hvers Jehóva krefst af okkur í orði hans og það er útskýrt í söfnuðinum. Okkur er líka kennt að fara eftir því sem við lærum. Við þurfum að gera þetta tvennt til að halda út með gleði í þjónustu Jehóva. Það er nauðsynlegt til að njóta blessunar hans.
-