-
Lærum að hafa unun af ótta JehóvaVarðturninn – 1995 | 1. ágúst
-
-
14, 15. (a) Hvað lofaði Jehóva að gefa fólki sínu þegar hann sagði fyrir að Ísrael yrði frelsaður frá ánauðinni í Babýlon? (b) Hvað gerði Jehóva í því augnamiði að innræta fólki sínu guðsótta? (c) Hvers vegna vék Ísrael af vegum Jehóva?
14 Jehóva hét því að gefa fólki sínu guðhrætt hjarta. Hann sagði endurreisn Ísraels fyrir og sagði það sem við lesum í Jeremía 32:37-39: „Ég . . . læt þá snúa aftur hingað og búa hér óhulta. Þá skulu þeir vera mín þjóð og ég skal vera þeirra Guð, og ég vil gefa þeim eitt hjarta og eina breytni, svo að þeir óttist mig alla daga, þeim sjálfum til heilla og sonum þeirra eftir þá.“ Í versi 40 er loforð Guðs ítrekað: „Ég vil leggja ótta fyrir mér í hjörtu þeirra, til þess að þeir víki ekki frá mér.“ Árið 537 f.o.t. flutti Jehóva Ísraelsmenn aftur til Jerúsalem eins og hann hafði heitið. En hvað um hinn hluta fyrirheitsins — að ‚gefa þeim eitt hjarta svo að þeir óttuðust hann alla daga‘? Hvers vegna vék Ísraelsþjóðin til forna frá Jehóva eftir að hann hafði flutt hana heim frá Babýlon, með þeim afleiðingum að musteri hennar var lagt í rúst árið 70 og aldrei endurbyggt?
-
-
Lærum að hafa unun af ótta JehóvaVarðturninn – 1995 | 1. ágúst
-
-
16. Í hjörtu hverra hefur Jehóva fest guðsótta?
16 En loforð Jehóva um að leggja guðsótta í hjörtu fólks síns brást ekki. Hann gerði nýjan sáttmála við andlegan Ísrael, þá kristnu menn sem hann bauð himneska von. (Jeremía 31:33; Galatabréfið 6:16) Árið 1919 leysti hann þá úr ánauð Babýlonar hinnar miklu, heimsveldis falskra trúarbragða. Hann hefur fest ótta sinn kyrfilega í hjörtum þeirra. Það hefur verið þeim til mikillar blessunar og eins ‚múginum mikla‘ sem hefur von um líf á jörð undir stjórn Guðsríkis. (Jeremía 32:39; Opinberunarbókin 7:9) Ótti Jehóva hefur líka fest rætur í hjörtum þeirra.
-