Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Haltu vöku þinni eins og Jeremía
    Varðturninn – 2011 | 15. mars
    • 10. Í hvaða skilningi hafa hinir andasmurðu „vald yfir þjóðum og ríkjum“?

      10 Jehóva, „konungur þjóðanna“, fól Jeremía að flytja ríkjum og þjóðum dómsboðskap. (Jer. 10:6, 7) En í hvaða skilningi hafa hinir andasmurðu „vald yfir þjóðum og ríkjum“? (Jer. 1:10) Jeremíahópurinn hefur, líkt og spámaðurinn, fengið verkefni frá Drottni alheims. Andasmurðir þjónar Guðs hafa því fullt umboð frá hinum hæsta Guði til að flytja dóma um allan heim yfir ríkjum og þjóðum. Þeir nota skýrt orðfæri Biblíunnar til að lýsa yfir að þjóðir og ríki verði upprætt og þeim eytt á tilsettum tíma Guðs og á þann hátt sem hann ákveður. (Jer. 18:7-10; Opinb. 11:18) Jeremíahópurinn er staðráðinn í að hvika í engu heldur halda áfram að boða dóma Jehóva um alla jörðina.

  • Haltu vöku þinni eins og Jeremía
    Varðturninn – 2011 | 15. mars
    • 14, 15. (a) Hvaða ávöxt bar dyggilegt starf Jeremía? (b) Hverju gerum við okkur grein fyrir varðandi boðunarstarfið?

      14 Jeremía hélt ótrauður áfram að boða viðvaranir og dóma Jehóva en missti aldrei sjónar á því verkefni sínu að „byggja upp og gróðursetja“. (Jer. 1:10) Þetta starf hans bar ávöxt. Sumir Gyðingar og útlendingar komust lífs af þegar Jerúsalem var eydd árið 607 f.Kr. Við vitum af Ebed Melek, Rekabítunum og Barúk. (Jer. 35:19; 39:15-18; 43:5-7) Það má líkja þessum trúu og guðhræddu vinum Jeremía við þá sem eiga von um að lifa á jörð og vingast við Jeremíahópinn. Hinir andasmurðu hafa óblandna ánægju af því að byggja upp trú þeirra sem tilheyra ,múginum mikla‘. (Opinb. 7:9) Dyggir félagar hinna andasmurðu hafa sömuleiðis mikla ánægju af því að hjálpa hjartahreinu fólki að kynnast sannleikanum.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila