Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Musterið“ og „landshöfðinginn“ nú á tímum
    Varðturninn – 1999 | 1. apríl
    • 3. Hvaða lærdóm má draga af lofthæðinni og súluskreytingunum í hliðhúsum musterisins?

      3 Ímyndum okkur að við séum í skoðunarferð um musterið í sýninni. Við göngum sjö tröppur upp að einu af stóru hliðunum. Þegar við komum inn fyrir ytra hliðið, inn í hliðhúsið, lítum við upp full lotningar. Lofthæðin er meira en 30 metrar! Með þessu erum við minnt á að gerðar eru háar kröfur til þeirra sem ganga inn í tilbeiðslufyrirkomulag Jehóva. Ljósgeislar frá gluggunum lýsa upp súlur með úthöggnum pálmum en þeir eru notaðir í Ritningunni til að tákna ráðvendni. (Sálmur 92:13; Esekíel 40:14, 16, 22, Biblían 1912) Þessi helgi staður er fyrir þá sem eru andlega og siðferðilega ráðvandir. Þar af leiðandi viljum við varðveita ráðvendni svo að tilbeiðsla okkar sé Jehóva þóknanleg. — Sálmur 11:7.

  • „Musterið“ og „landshöfðinginn“ nú á tímum
    Varðturninn – 1999 | 1. apríl
    • 5. (a) Hvað er líkt með sýn Esekíels og sýn Jóhannesar í Opinberunarbókinni 7:9-15? (b) Hverja tákna ættkvíslirnar 12 sem tilbiðja í ytri forgarðinum?

      5 Gangurinn opnast út í ytri forgarðinn þar sem fólkið tilbiður og vegsamar Jehóva. Þetta minnir okkur á sýn Jóhannesar postula um ‚múginn mikla‘ sem tilbiður Jehóva „dag og nótt í musteri hans.“ Pálmar koma fyrir í báðum sýnunum. Í sýn Esekíels prýða þeir gangana. Í sýn Jóhannesar hafa tilbiðjendurnir pálmagreinar í höndum sem táknar gleði þeirra að lofsyngja Jehóva og bjóða Jesú velkominn sem konung sinn. (Opinberunarbókin 7:9-15) Í samhengi við sýn Esekíels tákna 12 ættkvíslir Ísraels hina „aðra sauði.“ (Jóhannes 10:16; samanber Lúkas 22:28-30.) Ert þú í hópi þeirra sem hafa gleði af að lofa Jehóva með því að boða ríki hans?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila