-
Blessun Jehóva yfir ‚landi‘ okkarVarðturninn – 1999 | 1. apríl
-
-
13. Hvaða lækning hefur átt sér stað á okkar tímum?
13 Fljótið í sýninni fellur í lífvana Dauðahafið og læknar allt sem það kemst í snertingu við. Hafið táknar andlega dautt umhverfi. En „alls staðar þar sem fljótið kemur“ verður kvikt af lífi. (Esekíel 47:9) Á sama hátt hefur fólk á hinum síðustu dögum lifnað við andlega hvar sem lífsvatnið hefur náð að þrengja sér inn. Þeir fyrstu, sem lifnuðu þannig við, voru hinar smurðu leifar árið 1919. Þær vöknuðu andlega til lífsins úr dauðadái athafnaleysis. (Esekíel 37:1-14; Opinberunarbókin 11:3, 7-12) Þessi lífsvötn hafa síðan náð til annarra andlega dauðra manna sem hafa lifnað við og mynda sístækkandi mikinn múg annarra sauða sem elskar og þjónar Jehóva. Brátt nær þessi ráðstöfun til hins mikla fjölda er kemur í upprisunni.
-
-
Blessun Jehóva yfir ‚landi‘ okkarVarðturninn – 1999 | 1. apríl
-
-
18 Í þúsundáraríkinu læknast allir sjúkdómar — líkamlegir, geðrænir og tilfinningalegir. Því er vel lýst með ‚lækningu þjóðanna‘ fyrir atbeina hinna táknrænu trjáa. Svo er þeim ráðstöfunum fyrir að þakka, sem Kristur og hinir 144.000 miðla, að „enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er sjúkur.‘“ (Jesaja 33:24) Á þessum tíma verður fljótið vatnsmest. Það þarf að breikka og dýpka vegna milljóna, eða jafnvel milljarða, upprisinna manna sem fá að drekka hin tæru lífsvötn. Í sýninni gerði fljótið Dauðahafið heilnæmt og hafði líf í för með sér hvert sem það rann. Eins munu karlar og konur lifna í orðsins fyllstu merkingu í paradís og hljóta lækningu af hinum arfgenga Adamsdauða, ef þau iðka trú á lausnarfórnina og ráðstafanir hennar. Opinberunarbókin 20:12 segir að á þessu tímaskeiði verði „bókum“ lokið upp til að veita aukið skilningsljós sem hinir upprisnu fá notið góðs af. En því miður hafna sumir lækningu, jafnvel í paradís. Þessir uppreisnarseggir verða ‚saltaðir,‘ þeim verður tortímt að eilífu. — Opinberunarbókin 20:15.
-