Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Blessun Jehóva yfir ‚landi‘ okkar
    Varðturninn – 1999 | 1. apríl
    • 15. Hvað sýnir að ekki munu allir taka við lífsráðstöfunum Guðs og hvernig fer að lokum fyrir þeim?

      15 Auðvitað bregðast ekki allir vinsamlega við lífsboðskapnum núna. Og ekki munu allir, sem reistir verða upp í þúsundáraríki Krists, gera það heldur. (Jesaja 65:20; Opinberunarbókin 21:8) Engillinn lýsir yfir að sum svæði með fram hafinu verði ekki heilnæm. Þessir lífvana pyttir og síki eru „ætluð til saltfengjar.“ (Esekíel 47:11) Á okkar dögum þiggja ekki allir hið lífgandi vatn frá Jehóva sem komast í snertingu við það. (Jesaja 6:10) Allir, sem hafa kosið að vera áfram andlega lífvana og veikburða, verða ‚saltaðir‘ í Harmagedónstríðinu, það er að segja tortímt að eilífu. (Opinberunarbókin 19:11-21) En þeir sem hafa drukkið trúfastlega af þessu vatni geta vænst þess að lifa af og sjá lokauppfyllingu spádómsins.

  • Blessun Jehóva yfir ‚landi‘ okkar
    Varðturninn – 1999 | 1. apríl
    • 18 Í þúsundáraríkinu læknast allir sjúkdómar — líkamlegir, geðrænir og tilfinningalegir. Því er vel lýst með ‚lækningu þjóðanna‘ fyrir atbeina hinna táknrænu trjáa. Svo er þeim ráðstöfunum fyrir að þakka, sem Kristur og hinir 144.000 miðla, að „enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er sjúkur.‘“ (Jesaja 33:24) Á þessum tíma verður fljótið vatnsmest. Það þarf að breikka og dýpka vegna milljóna, eða jafnvel milljarða, upprisinna manna sem fá að drekka hin tæru lífsvötn. Í sýninni gerði fljótið Dauðahafið heilnæmt og hafði líf í för með sér hvert sem það rann. Eins munu karlar og konur lifna í orðsins fyllstu merkingu í paradís og hljóta lækningu af hinum arfgenga Adamsdauða, ef þau iðka trú á lausnarfórnina og ráðstafanir hennar. Opinberunarbókin 20:12 segir að á þessu tímaskeiði verði „bókum“ lokið upp til að veita aukið skilningsljós sem hinir upprisnu fá notið góðs af. En því miður hafna sumir lækningu, jafnvel í paradís. Þessir uppreisnarseggir verða ‚saltaðir,‘ þeim verður tortímt að eilífu. — Opinberunarbókin 20:15.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila