Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Blessun Jehóva yfir ‚landi‘ okkar
    Varðturninn – 1999 | 1. apríl
    • 12. (a) Af hverju geta trén í Esekíelssýninni borið allan þann ávöxt sem raun ber vitni? (b) Hvað tákna hin frjósömu tré á síðustu dögum?

      12 Fljótið í sýn Esekíels lífgar og læknar. Esekíel er sagt um trén sem vaxa skyldu með fram fljótinu: „Laufblöð þeirra munu ekki visna og ávextir þeirra ekki dvína. . . . Og ávextir þeirra munu hafðir verða til matar og laufblöð þeirra til lyfja.“ Af hverju bera trén slíkar undraafurðir? „Af því að vötnin, sem þau lifa við, koma frá helgidóminum.“ (Esekíel 47:12b) Þessi táknrænu tré boða allar ráðstafanir Guðs til að endurreisa mannkynið til fullkomleika á grundvelli lausnarfórnar Jesú. Núna hafa hinar smurðu leifar á jörðinni forystu um að sjá fyrir andlegri næringu og lækningu. Eftir að hinir 144.000 hafa allir hlotið himnesk laun sín mun gagnið af prestsþjónustu þeirra og stjórn með Kristi vera til frambúðar og að lokum hafa í för með sér að Adamsdauðinn verði algerlega sigraður. — Opinberunarbókin 5:11, 12; 21:2-4.

  • Blessun Jehóva yfir ‚landi‘ okkar
    Varðturninn – 1999 | 1. apríl
    • 17, 18. (a) Hvernig er lífgandi fljóti lýst í Opinberunarbókinni 22:1, 2 og hvenær á sýnin aðallega við? (b) Af hverju eykst vatnið í lífsfljótinu til mikilla muna í paradís?

      17 Þegar hér er komið sögu streymir lífsvatnið í fljótinu, sem Esekíel sá, fram af mestum krafti. Þá fá spádómsorðin í Opinberunarbókinni 22:1, 2 aðaluppfyllingu sína: „Hann sýndi mér móðu [eða fljót] lífsvatnsins, skínandi sem kristall. Hún rann frá hásæti Guðs og lambsins. Á miðju stræti borgarinnar, beggja vegna móðunnar, var lífsins tré, sem ber tólf sinnum ávöxt. Á mánuði hverjum gefur það ávöxt sinn, og blöð trésins eru til lækningar þjóðunum.“

      18 Í þúsundáraríkinu læknast allir sjúkdómar — líkamlegir, geðrænir og tilfinningalegir. Því er vel lýst með ‚lækningu þjóðanna‘ fyrir atbeina hinna táknrænu trjáa. Svo er þeim ráðstöfunum fyrir að þakka, sem Kristur og hinir 144.000 miðla, að „enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er sjúkur.‘“ (Jesaja 33:24) Á þessum tíma verður fljótið vatnsmest. Það þarf að breikka og dýpka vegna milljóna, eða jafnvel milljarða, upprisinna manna sem fá að drekka hin tæru lífsvötn. Í sýninni gerði fljótið Dauðahafið heilnæmt og hafði líf í för með sér hvert sem það rann. Eins munu karlar og konur lifna í orðsins fyllstu merkingu í paradís og hljóta lækningu af hinum arfgenga Adamsdauða, ef þau iðka trú á lausnarfórnina og ráðstafanir hennar. Opinberunarbókin 20:12 segir að á þessu tímaskeiði verði „bókum“ lokið upp til að veita aukið skilningsljós sem hinir upprisnu fá notið góðs af. En því miður hafna sumir lækningu, jafnvel í paradís. Þessir uppreisnarseggir verða ‚saltaðir,‘ þeim verður tortímt að eilífu. — Opinberunarbókin 20:15.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila