Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jehóva hjálpar okkur að sinna boðuninni
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2022 | nóvember
    • 4. Hvað hlýtur að hafa gefið Esekíel styrk?

      4 Hvernig myndu Ísraelsmenn almennt bregðast við boðskap Esekíels? Jehóva sagði: „Ísraelsmenn munu ekki hlusta á þig því að þeir vilja ekki hlusta á mig.“ (Esek. 3:7) Fólk var í raun að hafna Jehóva þegar það hafnaði Esekíel. Orð Jehóva fullvissuðu Esekíel um að hann hefði ekki brugðist sem spámaður þótt fólkið hafnaði boðskapnum. Hann fullvissaði líka Esekíel um að þegar dómarnir sem hann hafði boðað rættust myndu Ísraelsmenn „átta sig á að spámaður var á meðal þeirra“. (Esek. 2:5; 33:33) Þessi hughreysting hefur örugglega gefið Esekíel þann styrk sem hann þurfti til að sinna boðun sinni.

  • Jehóva hjálpar okkur að sinna boðuninni
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2022 | nóvember
    • 8, 9. (a) Hvað sagði Jehóva Esekíel að gera? (b) Hvernig styrkti Jehóva Esekíel frekar til að boða trúna á erfiðu starfssvæði?

      8 Jehóva sagði við Esekíel: „Mannssonur, stattu á fætur svo að ég geti talað við þig.“ Þegar Jehóva sagði þetta og gaf Esekíel jafnframt anda sinn fékk hann þann styrk sem hann þurfti til að standa upp. Esekíel skrifaði: ,Andi kom í mig og reisti mig á fætur.‘ (Esek. 2:1, 2) Eftir þetta leiðbeindi „hönd“ Guðs, eða heilagur andi hans, Esekíel í þjónustu hans. (Esek. 3:22; 8:1; 33:22; 37:1; 40:1) Andi Guðs gaf Esekíel þann styrk sem hann þurfti til að sinna verkefni sínu – að flytja boðskapinn fólki sem var ,með hart enni og forhert í hjarta‘. (Esek. 3:7) Jehóva sagði við Esekíel: „Ég hef gert andlit þitt eins hart og andlit þeirra og enni þitt eins hart og enni þeirra. Ég hef gert enni þitt hart eins og demant, harðara en tinnustein. Óttastu þá ekki og láttu ekki svip þeirra hræða þig.“ (Esek. 3:8, 9) Jehóva sagði í raun við Esekíel: „Láttu ekki þrjósku fólksins draga úr þér kjark. Ég mun efla þig.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila