-
Ríki Guðs er stofnsettVarðturninn (námsútgáfa) – 2022 | júlí
-
-
10. (a) Hvernig er dregin upp nákvæm mynd af ensk-ameríska heimsveldinu í spádómi Daníels? (b) Hvaða hættu verðum við að forðast? (Sjá rammann „Vörum okkur á leirnum!“)
10 Í fyrsta lagi er ensk-ameríska heimsveldið ekki táknað með hreinum málmum eins og gulli eða silfri, líkt og heimsveldin sem komu á undan, heldur blöndu af járni og leir. Leirinn er táknmynd fyrir niðja mannkyns, eða fólk almennt. (Dan. 2:43, neðanmáls) Við sjáum greinilega að áhrif fólks í kosningum, baráttu fyrir borgaralegum réttindum, fjöldamótmælum og verkalýðsbaráttu veikja möguleika leiðtoga heimsveldisins til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd.
-