-
Snortin af ‚stórmerkjum Guðs‘Varðturninn – 2002 | 1. september
-
-
Knúin til verka
4. Hvaða spádómur Jóels uppfylltist á hvítasunnu árið 33?
4 Eftir að lærisveinarnir í Jerúsalem höfðu fengið heilagan anda fóru þeir strax að segja öðrum frá fagnaðarerindinu um hjálpræðið og byrjuðu á að tala við mannfjöldann sem safnast hafði saman þennan morgun. Þetta var uppfylling á eftirtektarverðum spádómi sem Jóel Petúelsson hafði skrifað átta öldum áður: „Mun ég úthella anda mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir. Já, einnig yfir þræla og ambáttir mun ég á þeim dögum úthella anda mínum . . . áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur.“ — Jóel 1:1; 3:1, 2, 4; Postulasagan 2:17, 18, 20.
5. Í hvað skilningi má segja að kristnir menn á fyrstu öld hafi spáð? (Sjá neðanmáls.)
5 Þýddi þetta að Guð ætlaði að vekja upp heila kynslóð spámanna og spákvenna, í líkingu við Davíð, Jóel, og Debóru, og nota þau til að segja fyrir um ókomna atburði? Nei. Kristnir ‚synir og dætur, þrælar og ambáttir‘ myndu spá í þeim skilningi að þau yrðu knúin af anda Jehóva til að segja öðrum frá þeim ‚stórmerkjum‘ sem hann hafði gert og ætlar að gera í framtíðinni. Þau myndu því þjóna sem talsmenn hins hæsta.a En hvernig brást mannfjöldinn við? — Hebreabréfið 1:1, 2.
-
-
Snortin af ‚stórmerkjum Guðs‘Varðturninn – 2002 | 1. september
-
-
a Þegar Jehóva gaf Móse og Aroni það verkefni að tala við faraó fyrir hönd Ísraelsmanna sagði hann Móse: „Sjá, ég gjöri þig sem Guð fyrir Faraó, en Aron bróðir þinn skal vera spámaður þinn.“ (2. Mósebók 7:1) Aron þjónaði ekki sem spámaður í þeim skilningi að hann hafi sagt fyrir um ókomna atburði heldur var hann talsmaður Móse.
-