-
Við göngum í nafni Jehóva að eilífu!Varðturninn – 2003 | 1. október
-
-
15. Endursegðu með eigin orðum spádóminn í Míka 4:1-4.
15 Míka kemur þessu næst með hrífandi vonarboðskap. Það er einkar hughreystandi sem stendur í Míka 4:1-4. Þar segir að hluta til: „Það skal verða á hinum síðustu dögum, að fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu lýðirnir streyma. . . . Og hann mun dæma meðal margra lýða og skera úr málum voldugra þjóða langt í burtu. Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar. Hver mun búa undir sínu víntré og undir sínu fíkjutré og enginn hræða þá. Því að munnur Drottins allsherjar hefir talað það.“
-
-
Við göngum í nafni Jehóva að eilífu!Varðturninn – 2003 | 1. október
-
-
17 Hin hreina tilbeiðsla á Jehóva verður bráðlega stunduð til fulls um alla jörðina eins og Míka spáði. Núna er verið að kenna þeim sem hneigjast til eilífs lífs vegi Jehóva. (Postulasagan 13:48) Hann dæmir og sker úr málum á andlegan hátt fyrir trúaða menn sem taka afstöðu með ríki hans. Þeir verða hluti af ,múginum mikla‘ sem kemst lifandi gegnum ,þrenginguna miklu‘. (Opinberunarbókin 7:9, 14) Þeir hafa smíðað plógjárn úr sverðum sínum og búa í friði við trúsystkini sín og aðra. Það er einkar ánægjulegt að vera með þeim.
Ákveðin í að ganga í nafni Jehóva
18. Hvað táknar það að ‚búa undir sínu víntré og fíkjutré‘?
18 Það er sérlega ánægjulegt hve margir eru að læra vegi Jehóva nú á tímum meðan óttinn grúfir eins og óveðursský yfir jörðinni. Við þráum þann tíma þegar allir sem elska Guð munu ekki aðeins láta af hernaði heldur einnig búa hver undir sínu víntré og fíkjutré, og sá tími er nálægur. Fíkjutré eru oft gróðursett í víngörðum. (Lúkas 13:6) Að búa undir sínu eigin víntré og fíkjutré táknar frið, velmegun og öryggi. Sambandið við Jehóva veitir okkur nú þegar hugarfrið og andlegt öryggi. Og þegar Guðsríki hefur tekið völd og þetta ástand er orðið að veruleika verðum við fullkomlega óhrædd og örugg.
-