Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Lát ekki hugfallast“
    Varðturninn – 1996 | 1. apríl
    • 11, 12. (a) Hvaða annar hluti spádóms Sefanía hefur ræst á leifunum? (b) Hvernig hafa hinar smurðu leifar farið eftir hvatningunni um að ‚láta ekki hugfallast‘?

      11 Hinar trúföstu leifar fagna því að hafa verið leystar úr andlegum fjötrum Babýlonar hinnar miklu, heimsveldis falskra trúarbragða, árið 1919. Þær hafa fundið spádóm Sefanía uppfyllast: „Fagna þú, dóttirin Síon, lát gleðilátum, þú Ísrael! Ver kát og gleð þig af öllu hjarta, dóttirin Jerúsalem! [Jehóva] hefir afmáð refsidóma þína, rýmt burt óvini þínum. Konungur Ísraels, [Jehóva], er hjá þér, þú munt eigi framar á neinu illu kenna. Á þeim degi mun sagt verða við Jerúsalem: ‚Óttast ekki, Síon, lát ekki hugfallast! [Jehóva], Guð þinn, er hjá þér, hetjan er sigur veitir.‘“ — Sefanía 3:14-17.

      12 Hinar smurðu leifar eru sannfærðar um að Jehóva sé hjá þeim og hafa kappnógar sannanir fyrir því. Þær hafa þess vegna gengið óttalaust fram í að rækja þær skyldur sem Guð hefur falið þeim. Þær hafa prédikað fagnaðarerindið um ríkið og kunngert dóma Jehóva yfir kristna heiminum, öðrum hlutum Babýlonar hinnar miklu og hinu illa heimskerfi Satans í heild. Frá 1919 hafa þær hlýtt fyrirmælum Guðs gegnum þykkt og þunnt: „Óttast ekki, Síon, lát ekki hugfallast!“ Þær hafa ekki slegið slöku við að dreifa smáritum, tímaritum, bókum og bæklingum í milljarðatali sem kunngera ríki Jehóva. Þær hafa verið trústyrkjandi fordæmi hinum öðrum sauðum sem hafa þyrpst til þeirra frá 1935.

  • „Lát ekki hugfallast“
    Varðturninn – 1996 | 1. apríl
    • 16. Hvert er hugarfar margra í kirkjufélögum kristna heimsins en hvaða hvatningu gefur Jehóva okkur?

      16 Sinnuleysi er algengt viðhorf víða um heim nú á dögum, einkum í hinum efnameiri löndum. Jafnvel sóknarbörn kirkjufélaga kristna heimsins trúa ekki að Jehóva Guð muni hafa afskipti af málefnum mannanna á okkar dögum. Þau vísa okkur á bug þegar við reynum að koma fagnaðarerindinu um ríkið á framfæri við þau, annaðhvort með vantrúarbrosi eða með stuttaralegu svari: „Ég hef ekki áhuga!“ Þessar aðstæður geta reynt verulega á þrautseigju okkar og þolgæði í boðunarstarfinu. En Jehóva örvar trúfasta þjóna sína með spádómi Sefanía og segir: „Lát ekki hugfallast! [Jehóva], Guð þinn, er hjá þér, hetjan er sigur veitir. Hann kætist yfir þér með fögnuði, hann þegir í kærleika sínum, hann fagnar yfir þér með gleðisöng.“ — Sefanía 3:16, 17.

      17. Hvaða góðu fordæmi ættu nýir í hópi hinna annarra sauða að fylgja og hvernig?

      17 Það er staðreynd í nútímasögu votta Jehóva að leifarnar og hinir elstu af öðrum sauðum hafa innt af hendi gríðarlegt uppskerustarf núna á síðustu dögum. Allir þessir trúföstu kristnu menn hafa sýnt þolgæði um áratuga skeið. Þeir hafa ekki látið sinnuleysi fjöldans í kristna heiminum draga úr sér kjarkinn. Megi hinir nýju meðal annarra sauða ekki heldur missa kjarkinn vegna þess sinnuleysis um andleg mál sem er svo útbreitt víða um lönd nú á tímum. Megi þeir ekki ‚láta hugfallast‘ og slá slöku við. Megi þeir nota hvert tækifæri til að kynna Varðturninn, Vaknið! og önnur ágæt rit sem eru sérstaklega gerð til að hjálpa sauðumlíkum mönnum að læra sannleikann um dag Jehóva og blessunina sem fylgir.

  • „Lát ekki hugfallast“
    Varðturninn – 1996 | 1. apríl
    • 18, 19. (a) Hvaða hvatningu um þolgæði fáum við í Matteusi 24:13 og Jesaja 35:3, 4? (b) Hvaða blessun hljótum við ef við höldum sameinuð áfram í þjónustu Jehóva?

      18 Jesús sagði: „Sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.“ (Matteus 24:13) Engar „máttvana hendur“ eða „skjögrandi kné“ er við bíðum hins mikla dags Jehóva! (Jesaja 35:3, 4) Spádómur Sefanía segir hughreystandi um Jehóva: „Hetjan er sigur veitir.“ (Sefanía 3:17) Já, Jehóva mun veita ‚múginum mikla‘ sigur með því að koma honum lifandi gegnum lokakafla ‚þrengingarinnar miklu‘ er hann fyrirskipar syni sínum að sundurmola hinar pólitísku þjóðir sem hafa „haft hroka í frammi“ við fólk hans. — Opinberunarbókin 7:9, 14; Sefanía 2:10, 11; Sálmur 2:7-9.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila