-
‚Haldið áfram að vænta mín‘Varðturninn – 1996 | 1. apríl
-
-
13. Hvaða dóm flutti Sefanía yfir Móab, Ammón og Assýríu?
13 Fyrir munn spámannsins Sefanía lét Jehóva líka í ljós reiði sína gegn þjóðunum sem höfðu farið illa með fólk hans. Hann lýsti yfir: „Ég hefi heyrt svívirðingar Móabs og smánaryrði Ammóníta, er þeir svívirtu með þjóð mína og höfðu hroka í frammi við land þeirra. Fyrir því skal, svo sannarlega sem ég lifi — segir [Jehóva] allsherjar, Guð Ísraels — fara fyrir Móab eins og fyrir Sódómu, og fyrir Ammónítum eins og fyrir Gómorru. Þeir skulu verða að gróðrarreit fyrir netlur, að saltgröf og að óbyggðri auðn til eilífrar tíðar. . . . Og hann mun rétta út hönd sína gegn norðri og afmá Assýríu. Og hann mun leggja Níníve í eyði, gjöra hana þurra sem eyðimörk.“ — Sefanía 2:8, 9, 13.
14. Hvaða merki eru um að erlendar þjóðir hafi ‚haft hroka í frammi‘ við Ísraelsmenn og Guð þeirra, Jehóva?
14 Móab og Ammón voru forn fjandríki Ísraels. (Samanber Dómarabókina 3:12-14.) Á Móabítasteininum í Louvre-safninu í París er áletrun þar sem Mesa Móabskonungur gortar af sjálfum sér. Stoltur segir hann frá því að hann hafi tekið nokkrar ísraelskar borgir með hjálp Kamosar, guðs síns. (2. Konungabók 1:1) Jeremía, samtíðarmaður Sefanía, talaði um að Ammónítar hefðu hernumið Gað í Ísrael í nafni Milkóms, guðs síns. (Jeremía 49:1) Salmaneser fimmti Assýríukonungur hafði sest um Samaríu og tekið hana nálega öld fyrir daga Sefanía. (2. Konungabók 17:1-6) Skömmu síðar hafði Sanheríb konungur ráðist inn í Júda, tekið margar af víggirtum borgum hennar og jafnvel ógnað Jerúsalem. (Jesaja 36:1, 2) Talsmaður Assýríukonungs hafði hroka í frammi við Jehóva er hann krafðist uppgjafar Jerúsalem. — Jesaja 36:4-20.
-
-
‚Haldið áfram að vænta mín‘Varðturninn – 1996 | 1. apríl
-
-
15. Hvernig myndi Jehóva auðmýkja guði þjóðanna sem höfðu haft hroka í frammi við fólk hans?
15 Sálmur 83 nefnir margar þjóðir, þeirra á meðal Móab, Ammón og Assýríu, sem höfðu hroka í frammi við Ísrael og gortuðu: „Komið, látum oss uppræta þá, svo að þeir séu ekki þjóð framar, og nafns Ísraels verði eigi framar minnst!“ (Sálmur 83:5) Sefanía spámaður kunngerði hugrakkur að Jehóva allsherjar myndi auðmýkja allar þessar rembilátu þjóðir og guði þeirra. „Þetta skal þá henda fyrir drambsemi þeirra, að þeir hafa svívirt þjóð [Jehóva] allsherjar og haft hroka í frammi við hana. Ógurlegur mun [Jehóva] verða þeim, því að hann lætur alla guði jarðarinnar dragast upp, svo að öll eylönd heiðingjanna dýrki hann, hver maður á sínum stað.“ — Sefanía 2:10, 11.
-
-
‚Haldið áfram að vænta mín‘Varðturninn – 1996 | 1. apríl
-
-
18. (a) Hvernig var dómi Guðs fullnægt á Jersúsalem og hvers vegna? (b) Hvernig rættist spádómur Sefanía um Móab og Ammón?
18 Margir Gyðingar, sem héldu áfram að vænta Jehóva, lifðu það einnig að sjá dómum hans fullnægt á Júda og Jerúsalem. Sefanía hafði spáð um Jerúsalem: „Vei hinni þverúðarfullu og saurguðu, hinni ofríkisfullu borg! Hún hlýðir engri áminningu, hún tekur engri hirtingu, hún treystir ekki [Jehóva] og nálægir sig ekki Guði sínum.“ (Sefanía 3:1, 2) Vegna ótrúfesti sinnar var Jerúsalem tvívegis umsetin Babýloníumönnum og að lokum tekin og lögð í rúst árið 607 f.o.t. (2. Kroníkubók 36:5, 6, 11-21) Að sögn gyðingasagnfræðingsins Jósefusar herjuðu Babýloníumenn á Móab og Ammón á fimmta ári eftir fall Jerúsalem og unnu bæði ríkin. Þau hurfu síðan af sjónarsviðinu eins og spáð var.
-
-
„Lát ekki hugfallast“Varðturninn – 1996 | 1. apríl
-
-
3. Hvað má segja um marga veraldlega leiðtoga og stjórnir nú á tímum, og hverju spáði Sefanía?
3 Margir af stjórnmálaleiðtogum kristna heimsins vilja gjarnan láta sjá sig í kirkju. En líkt og ‚höfðingjar‘ Júda arðræna margir þeirra fólkið eins og „öskrandi ljón“ og gráðugir „úlfar.“ (Sefanía 3:1-3) Pólitísk handbendi slíkra manna „fylla hús herra sinna með ofbeldi og svikum.“ (Sefanía 1:9, NW) Mútur og spilling eru í algleymingi. Og í vaxandi mæli hafa stjórnir innan og utan kristna heimsins „hroka í frammi“ við fólk Jehóva hersveitanna, votta hans, og fara með þá eins og fyrirlitinn ‚villuflokk.‘ (Sefanía 2:8; Postulasagan 24:5, 14) Sefanía spáði um alla slíka stjórnmálaleiðtoga og fylgjendur þeirra: „Hvorki silfur þeirra né gull fær frelsað þá á reiðidegi [Jehóva], heldur skal allt landið eyðast fyrir eldi vandlætingar hans. Því að tortíming, já bráða eyðing býr hann öllum þeim, sem á jörðunni búa.“ — Sefanía 1:18.
-