-
‚Haldið áfram að vænta mín‘Varðturninn – 1996 | 1. apríl
-
-
„Haldið áfram að vænta mín“
16. (a) Hverjir glöddust yfir því að dagur Jehóva nálgaðist og hvers vegna? (b) Hvaða hvetjandi ákall barst þessum trúföstu leifum?
16 Þótt andlegt sinnuleysi, efahyggja, skurðgoðadýrkun, spilling og efnishyggja hafi verið útbreidd meðal leiðtoganna og margra af Júda- og Jerúsalembúum, er ljóst að sumir trúfastir Gyðingar hlustuðu á viðvörunarspádóma Sefanía. Þeir hryggðust yfir viðurstyggilegum athöfnum höfðingja, dómara og presta Júda. Yfirlýsingar Sefanía hughreystu þessa drottinhollu menn. Það vakti ekki angist hjá þeim að dagur Jehóva nálgaðist heldur gladdi þá, því að hann myndi binda enda á þessar viðbjóðslegu athafnir. Þessar trúföstu leifar gáfu hvetjandi ákalli Jehóva gaum: „Bíðið mín þess vegna [„Haldið áfram að vænta mín,“ NW] — segir [Jehóva], — bíðið þess dags, er ég rís upp sem vottur. Því að það er mitt ásett ráð að safna saman þjóðum og stefna saman konungsríkjum til þess að úthella yfir þá heift minni, allri minni brennandi reiði. Því að fyrir eldi vandlætingar minnar skal allt landið verða eytt.“ — Sefanía 3:8.
17. Hvenær og hvernig tók dómsboðskapur Sefanía að uppfyllast á þjóðunum?
17 Þeim sem tóku þessa viðvörun til sín var ekki komið að óvörum. Margir lifðu það að sjá spádóm Sefanía uppfyllast. Árið 632 f.o.t. var Níníve eytt af sameiginlegum her Babýloníumanna, Meda og hirðingjasveita úr norðri, sennilega Skýta. Sagnfræðingurinn Will Durant segir: „Her Babýloníumanna undir stjórn Nabópólassars, ásamt her Meda undir stjórn Cýaxaresar og hirðingjasveitum Skýta frá Kákasus, tóku borgarvirkin í norðri átakalítið og með leifturhraða. . . . Í einu höggi var Assýría afmáð af sögusviðinu.“ Það var nákvæmlega það sem Sefanía hafði spáð. — Sefanía 2:13-15.
18. (a) Hvernig var dómi Guðs fullnægt á Jersúsalem og hvers vegna? (b) Hvernig rættist spádómur Sefanía um Móab og Ammón?
18 Margir Gyðingar, sem héldu áfram að vænta Jehóva, lifðu það einnig að sjá dómum hans fullnægt á Júda og Jerúsalem. Sefanía hafði spáð um Jerúsalem: „Vei hinni þverúðarfullu og saurguðu, hinni ofríkisfullu borg! Hún hlýðir engri áminningu, hún tekur engri hirtingu, hún treystir ekki [Jehóva] og nálægir sig ekki Guði sínum.“ (Sefanía 3:1, 2) Vegna ótrúfesti sinnar var Jerúsalem tvívegis umsetin Babýloníumönnum og að lokum tekin og lögð í rúst árið 607 f.o.t. (2. Kroníkubók 36:5, 6, 11-21) Að sögn gyðingasagnfræðingsins Jósefusar herjuðu Babýloníumenn á Móab og Ammón á fimmta ári eftir fall Jerúsalem og unnu bæði ríkin. Þau hurfu síðan af sjónarsviðinu eins og spáð var.
19, 20. (a) Hvernig umbunaði Jehóva þeim sem héldu áfram að vænta hans? (b) Hvers vegna koma þessir atburðir okkur við og hvað verður fjallað um í greininni á eftir?
19 Uppfylling þessara spádóma og annarra í bók Sefanía styrkti trú Gyðinga og annarra sem héldu áfram að vænta Jehóva. Meðal þeirra sem lifðu af eyðingu Júda og Jerúsalem voru Jeremía, Eþíópinn Ebed-Melek og afkomendur Jónadabs, Rekabítarnir. (Jeremía 35:18, 19; 39:11, 12, 16-18) Trúfastir Gyðingar í útlegðinni og afkomendur þeirra, sem héldu áfram að bíða Jehóva, voru meðal hinna glöðu manna sem voru frelsaðir úr Babýlon árið 537 f.o.t. og sneru aftur til Júda til að endurvekja hreina tilbeiðslu. — Esrabók 2:1; Sefanía 3:14, 15, 20.
-
-
„Lát ekki hugfallast“Varðturninn – 1996 | 1. apríl
-
-
2. Hvað er líkt með ástandinu á dögum Sefanía og í kristna heiminum núna?
2 Það er dómsúrskurður Jehóva nú á dögum að safna þjóðunum saman til langtum umfangsmeiri eyðingar en á tímum Sefanía. (Sefanía 3:8) Þær þjóðir, sem segjast vera kristnar, eru sérstaklega vítaverðar í augum Guðs. Kristni heimurinn verður að svara Jehóva fyrir gjálífi sitt, alveg eins og Jerúsalem galt ótryggðar sinnar við Jehóva dýru verði. Dómar Guðs yfir Júda og Jerúsalem á dögum Sefanía eiga í enn ríkari mæli við kirkjur og sértrúarflokka kristna heimsins. Þeir hafa líka flekkað hreina tilbeiðslu með svívirðilegum kenningum sínum sem eru margar af heiðnum uppruna. Þeir hafa fórnað hraustum sonum sínum í milljónatali á stríðsaltari nútímans. Og íbúar þess heimshluta, sem Jerúsalem táknar, blanda svokallaðri kristni saman við stjörnuspár, andatrú og gróft, kynferðislegt siðleysi sem minnir á Baalsdýrkun. — Sefanía 1:4, 5.
-