-
Sönn tilbeiðsla sameinar fólkVarðturninn – 2001 | 1. október
-
-
Eining um allan heim er veruleiki
Í Sefaníabók er eftirtektarverður spádómur sem talar um samsöfnun fólks af ólíkum uppruna. Þar segir: „Þá mun ég [Jehóva Guð] gefa þjóðunum nýtt, hreint tungumál til að þær ákalli allar nafn Jehóva og þjóni honum hlið við hlið.“ (Sefanía 3:9, NW) Þetta er falleg lýsing á fólki sem hefur breytt lífi sínu og þjónar Guði í sameiningu.
-
-
Sönn tilbeiðsla sameinar fólkVarðturninn – 2001 | 1. október
-
-
Jehóva gefur fólki sínu hreint tungumál til að sameina það. Þetta nýja tungumál er fólgið í réttum skilningi á sannleika Biblíunnar um Guð og tilgang hans. Að tala þetta hreina tungumál felur í sér að trúa sannleikanum, kenna hann öðrum og lifa í samræmi við lög Guðs og meginreglur. Þá verðum við að forðast stjórnmál sem sundra mönnum og uppræta úr huga okkar viðhorf sem einkenna þennan heim, eins og kynþáttahroka og sundrandi þjóðernishyggju. (Jóhannes 17:14; Postulasagan 10:34, 35) Allir hjartahreinir og sannleikselskandi menn geta lært þetta tungumál. Sjáum hvernig þessir fimm einstaklingar, sem nefndir voru í greininni á undan, eru núna sameinaðir í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði, Jehóva, þótt þeir hafi áður haft mjög ólíka trú.
-