-
„Við viljum fara með ykkur“Varðturninn (námsútgáfa) – 2016 | janúar
-
-
1, 2. (a) Hverju spáði Jehóva um okkar daga? (b) Hvaða spurningum verður svarað í þessari grein? (Sjá mynd í upphafi greinar.)
JEHÓVA sagði um okkar tíma: „Á þeim dögum munu tíu menn af öllum þjóðtungum grípa í kyrtilfald eins Gyðings og segja: ,Við viljum fara með ykkur, við höfum heyrt að Guð sé með ykkur.‘“ (Sak. 8:23) Þeir sem hafa jarðneska von ,hafa gripið í kyrtilfald eins Gyðings‘, líkt og hinir táknrænu tíu menn. Þeir vita að Jehóva blessar hina andasmurðu og eru stoltir að mega tilbiðja hann ásamt „Ísrael Guðs“. – Gal. 6:16.
-
-
„Við viljum fara með ykkur“Varðturninn (námsútgáfa) – 2016 | janúar
-
-
4. Hvernig getum við ,farið með‘ hinum andasmurðu sem eru á jörðinni núna fyrst ekki er hægt að vita nöfn þeirra allra?
4 Hvernig geta aðrir sauðir ,farið með‘ andlegum Ísraelsmönnum sem eru á jörðinni núna fyrst ekki er hægt að vita með vissu nöfn þeirra allra? Taktu eftir hvað spádómur Sakaría segir um hina táknrænu tíu menn. Þeir myndu „grípa í kyrtilfald eins Gyðings og segja: ,Við viljum fara með ykkur, við höfum heyrt að Guð sé með ykkur.‘“ Þótt aðeins sé talað um einn Gyðing er hann ávarpaður í fleirtölu með fornafninu „ykkur“. Þessi andlegi Gyðingur hlýtur því að vera hópur en ekki bara einn einstaklingur. Við þurfum því ekki að þekkja alla hina andasmurðu og fylgja þeim sem einstaklingum. Öllu heldur þurfum við að þekkja þá sem hóp og styðja þá sem hóp. Biblían hvetur okkur aldrei til að fylgja einstaklingum. Jesús er leiðtogi okkar. – Matt. 23:10.
-