Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 55
  • Nöfn hverra eru rituð í „bók lífsins“?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nöfn hverra eru rituð í „bók lífsins“?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Er nafnið þitt í „bók lífsins“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • „Helgist þitt nafn“ — hvaða nafn?
    Nafn Guðs sem vara mun að eilífu
  • Lýstir réttlátir sem vinir Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Biblíuspurningar og svör
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 55

Nöfn hverra eru rituð í „bók lífsins“?

Svar Biblíunnar

„Bók lífsins“ er líka nefnd „lífsins bók“ eða „bók til að minna á alla sem óttast Drottin og virða nafn hans“. Þessi bók hefur að geyma nöfn fólks sem fær eilíft líf að gjöf. (Opinberunarbókin 3:5; 20:12; Malakí 3:16) Guð ákveður hverjir fá nöfn sín skrifuð í þessa bók, á grundvelli hlýðni og tryggðar við hann. – Jóhannes 3:16; 1. Jóhannesarbréf 5:3.

Guð man eftir öllum trúföstum þjónum sínum rétt eins og hann hafi skráð nöfn þeirra í bók allt „frá grundvöllun veraldar“. (Opinberunarbókin 17:8) Abel var Guði trúr og er greinilega fyrsti maðurinn sem fékk nafn sitt skrifað í lífsins bók. (Hebreabréfið 11:4) Þetta er ekki bara ópersónulegur nafnalisti, því að bók lífsins sýnir að Jehóva er kærleiksríkur Guð sem „þekkir sína“. – 2. Tímóteusarbréf 2:19; 1. Jóhannesarbréf 4:8.

Geta nöfn verið afmáð úr bók lífsins?

Já. Guð sagði um fólk sem hlýddi honum ekki í Ísrael til forna: „Úr bók minni mái ég hvern þann sem hefur syndgað gegn mér.“ (2. Mósebók 32:33) Ef við reynumst trú fær nafn okkar að standa í „lífsins bók“. – Opinberunarbókin 20:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila