Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Tími prófunar og hreinsunar
    Varðturninn – 1987 | 1. nóvember
    • Tími prófunar og hreinsunar

      „Og bráðlega mun hann koma til musteris síns, sá Drottinn er þér leitið, og engill sáttmálans . . . og hann mun sitja og bræða og hreinsa.“ — MALAKÍ 3:1, 3.

  • Tími prófunar og hreinsunar
    Varðturninn – 1987 | 1. nóvember
    • 3. Hvernig fór málmhreinsun fram forðum daga?

      3 En hvers vegna lætur Jehóva þjóna sína ganga í gegnum prófun og hreinsun? Hann er sá sem „prófar hjörtun“ og sá er tilgangur hans að hreinsa skipulag þjóna sinna. (Orðskviðirnir 17:3; Sálmur 66:10) Á biblíutímanum var málmur hreinsaður með því að bræða hann og fleyta síðan soranum ofan af. Við lesum: „Málbræðslumaðurinn fylgist einbeittur með verkinu, annaðhvort sitjandi eða standandi, . . . þar til [bráðinn] málmurinn er að sjá eins og gljáfægður spegill sem endurkastar mynd alls sem umhverfis er; jafnvel málmbræðslumaðurinn sér sjálfan sig sem í spegli þegar hann horfir yfir málmflötinn. Hann getur þá dæmt mjög nákvæmlega um hreinleika málmsins. Ef hann er ánægður með árangurinn er dregið niður í eldinum og málmurinn tekinn úr ofninum, en ef hann er ekki talinn hreinn er meira blýi bætt út í og verkið endurtekið.“ (Cyclopedia of Biblical, Theological and Ecclesiastical Literature eftir J. McClintock og J. Strong) Slík hreinsun jók verðmæti gulls og silfurs. — Samanber Opinberunarbókina 3:18.

      4. Hvers vegna leyfir Jehóva að þjónar hans séu prófaðir og hreinsaðir?

      4 Jehóva leyfir prófun og hreinsun í þeim tilgangi að fága og hreinsa þjóna sína, hjálpa þeim að endurspegla betur mynd hans. (Efesusbréfið 5:1) Hann fleytir soranum ofan af með því að hreinsa burt óhreinar kenningar og athafnir. (Jesaja 1:25) Hann greinir líka frá hópi þjóna sinna þá sem neita að láta hreinsa sig, „sem hneykslunum valda og ranglæti fremja.“ Með því opnast leið til að „börn ríkisins“ geti skinið eins og skært ljós, þannig að einnig sé hægt að safna saman jarðneskum hópi er standi með þeim í skipulaginu og bjargist. — Matteus 13:38, 41, 43; Filippíbréfið 2:15.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila