-
Hvað merkja netið og fiskurinn fyrir þig?Varðturninn – 1992 | 1. nóvember
-
-
3. Hvernig getur skilningur á dæmisögum Jesú verið okkur til gagns?
3 Síðan vitnaði Jesús í Jesaja 6:9, 10 sem lýsti fólki er var andlega blint og heyrnarlaust. Við þurfum þó ekki að vera þannig. Ef við skiljum og hegðum okkur í samræmi við dæmisögur Jesú getum við verið afar hamingjusöm — núna og um eilífa framtíð. Jesús fullvissar okkur hlýlega: „Sæl eru augu yðar, að þau sjá, og eyru yðar, að þau heyra.“ (Matteus 13:16) Þessi fullvissun nær yfir allar dæmisögur Jesú, en við skulum núna einbeita okkur að einni stuttri dæmisögu, dæmisögunni um fiskinetið sem skráð er í Matteusi 13:47-50.
Dæmisaga með djúptæka merkingu
4. Hvað sagði Jesús í dæmisögu eins og skýrt er frá í Matteusi 13:47-50?
4 „Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt. Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.“
-
-
Hvað merkja netið og fiskurinn fyrir þig?Varðturninn – 1992 | 1. nóvember
-
-
7. Hverju var Jesús að lýsa þegar hann talaði um fisk?
7 Í samræmi við það táknar fiskurinn í þessari dæmisögu menn. Þess vegna, þegar 49. versið talar um að vondir verði skildir frá réttlátum, þá er ekki átt við réttlát eða vond sjávardýr heldur réttláta eða vonda menn. Fimmtugasta versið ætti ekki heldur að koma okkur til að hugsa um sjávardýr sem gráta eða gnísta tönnum. Alls ekki. Þessi dæmisaga fjallar um samansöfnun manna og síðan flokkun þeirra sem er háalvarlegt mál eins og málalokin sýna.
8. (a) Hvaða lærdóm getum við dregið af örlögum ónothæfa fiskjarins? (b) Hvað má álykta varðandi Guðsríki í ljósi þess sem sagt var um ónothæfa fiskinn?
8 Taktu eftir að óæta fiskinum, það er að segja hinum vondu, verður kastað í eldsofninn þar sem þeir munu gráta og gnísta tönnum. Annars staðar tengdi Jesús það að gráta og gnísta tönnum því að standa utan Guðsríkis. (Matteus 8:12; 13:41, 42) Í Matteusi 5:22 og 18:9 minntist hann jafnvel á „Gehenna eldsins“ og átti þá við varanlega tortímingu. (Bi. 1912, neðanmáls; NW) Sýnir það ekki hve mikilvægt það er að skilja merkingu þessarar dæmisögu og breyta í samræmi við hana? Öll vitum við að hvorki eru né munu verða vondir menn í ríki Guðs. Þegar því Jesús sagði að ‚himnaríki væri líkt neti‘ hlýtur hann að hafa átt við að í tengslum við Guðsríki sé eitthvað sem líkist neti sem lagt er í sjó til að safna alls konar fiski.
-