-
Hvernig setur þú niður deilur?Varðturninn – 1994 | 1. september
-
-
„Ef bróðir þinn syndgar, skaltu fara og tala um fyrir honum, og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast, hefur þú unnið bróður þinn. En láti hann sér ekki segjast, skaltu taka með þér einn eða tvo, að ‚hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna.‘ Ef hann skeytir þeim ekki, þá seg það söfnuðinum, og skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, þá sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.“ — Matteus 18:15-17.
-
-
Hvernig setur þú niður deilur?Varðturninn – 1994 | 1. september
-
-
En ef til vill nægir fyrsta skrefið ekki. Jesús sagði hvernig þá skyldi tekið á málunum: „Skaltu taka með þér einn eða tvo.“ Þetta gætu vel verið vitni sem þekktu málið frá fyrstu hendi. Ef til vill hefðu þeir heyrt annan baktala hinn, eða þeir sem koma með hafa verið vottar að skriflegu samkomulagi sem aðilana tvo greinir núna á um. Á hinn bóginn gætu þeir sem teknir eru með orðið vitni að málinu þegar einhverjir þættir koma fram, eins og skriflegur eða munnlegur vitnisburður, í því skyni að sýna glögglega ástæðu ágreiningsins. Hér skyldu sem fyrr eins fáir og mögulegt er — ‚einn eða tveir‘ — í viðbót vita um málið. Það kemur í veg fyrir að ástandið versni ef aðeins hefur verið um misskilning að ræða.
Hvað ætti þeim sem var órétti beittur að ganga til? Ætti hann að reyna að lítillækka trúbróður sinn og vilja að hann skríði í auðmýkt? Í ljósi ráðlegginga Jesú ættu kristnir menn ekki að vera fljótir til að fordæma bræður sína. Ef seki aðilinn viðurkennir mistök sín, biðst afsökunar og reynir að leiðrétta þau, hefur sá sem syndgað var gegn‚ unnið bróður sinn.‘ — Matteus 18:15.
-
-
Hvernig setur þú niður deilur?Varðturninn – 1994 | 1. september
-
-
Sá möguleiki að iðrunarlausum misgerðarmanni yrði vikið úr söfnuðinum sýnir að Matteus 18:15-17 á ekki við minni háttar missætti. Jesús hafði í huga alvarlegt brot en þó þess eðlis að einstaklingarnir tveir, sem ættu hlut að málinu, gætu útkljáð það sín á milli. Brotið gæti til dæmis verið rógburður sem hefði alvarleg áhrif á mannorð þolandans. Eða það gæti snert fjármál, en í næstu versum er að finna dæmisögu Jesú um miskunnarlausa þjóninn sem hafði verið gefin upp stór skuld. (Matteus 18:23-25) Lán, sem ekki er endurgreitt á tilsettum tíma, gæti valdið tímabundnum vanda sem þessir tveir aðilar gætu auðveldlega leyst án afskipta annarra. En það gæti orðið alvarleg synd, nefnilega þjófnaður, ef lántakinn neitaði þrákelknislega að endurgreiða það sem hann skuldaði.
-